Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 14

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 14
12 og Brynju og það verða fagnaðarfundir. Þegar ég kem í rútuna og lít yfir hópinn kannast ég strax við nokkur andlit frá fyrri ferð minni með Strandamönnum. Fljótlega er lagt af stað til Vopnafjarðar. Þar sem veður er hið fallegasta er ákveðið að fara einn af hæstu fjallvegum landsins, Hellisheiði, þar sem vegurinn liggur í 655 metra hæð. Á austurbrún er áð og útsýnis notið yfir Héraðið, fjallahringinn umhverfis og Héraðssand þar sem fljótin þrjú, Jökulsá á Dal, Lagarfljót og Selfljót, falla í Héraðsflóa. Þegar komið er til Vopnafjarðar er byrjað á að fara út í kauptúnið. Þar byrjum við á að fara í Kaupvang sem er gamalt verslunarhús sem hefur verið gert upp. Þar ræður húsum Ágústa frá Refstað sem tekur á móti hópnum og býður á loftið þar sem hefur verið sett á stofn Vesturfarastofa í minningu Ameríkufara. Einnig er þar safn helgað bræðrunum Jóni Múla og Jónasi sem báðir fæddust á Vopnafirði. Eftir rúnt um bæinn er haldið í Bustarfell þar sem skoðaður er einn af myndarlegri torfbæjum landsins sem búið var í fram yfir 1960. Þar er hin besta aðstaða úti við til kaffidrykkju og á augnabliki hafa þær Guðrún og Brynja töfrað fram sitt víðkunna móakaffi. Tíminn líður og fram undan er akstur til Raufarhafnar þar sem gisting er fyrirhuguð. Áður en Vopnafjörður er kvaddur er komið við í Selárdalslaug sem stundum er kölluð rómantískasta sundlaug landsins. Þar er ekkert rafmagn, þannig að tungl, stjörnur og norðurljós sjá um lýsinguna þegar skyggja tekur. Ekki gefst tími til sundferða en sundlaugarvörðurinn, Ólafur Valgeirsson, segir okkur sögu laugarinnar. Áfram er haldið norður yfir heiðarnar, Sandvíkurheiði og Brekknaheiði, með viðkomu á Bakkafirði og síðan farinn nýi vegurinn yfir Hófaskarð norður á Sléttu. Á Raufarhöfn gistir meginhluti hópsins á Hótel Norðurljósum en nokkrir fá herbergi annars staðar í bænum. Raufarhöfn liggur rétt við heimskautsbaug og hefst föstudag- urinn á heimsókn í Heimskautagerðið þar sem er í byggingu mikið sólarhof og mun fyrirmyndin vera Stonehenge. Ég skamm- ast mín fyrir hversu lítið ég get sagt fólkinu um þessar fram- kvæmdir en við erum svo heppin að einn af ferðafélögunum fór þangað í gærkvöldi með heimamanni sem fræddi hann um gang mála og fáum við hin að njóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.