Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 20

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 20
18 var Níels Árni Lund og meðan hver kór var að koma sér fyrir á sviðinu sagði hann stuttlega frá heimabyggð viðkomandi kórs og því helsta úr sögu hans og starfsemi. Söngurinn var hljóðritaður og er hægt að nálgast eintak á CD-diski hjá kórfélögum. Kóra- mótið var í alla staði vel heppnað og því hin besta söngskemmtun og góð tilbreyting við hið hefðbundna kórastarf. Eftir kóramótið lét Arnhildur Valgarðsdóttir af störfum sem kórstjóri og er henni þakkað fyrir þann tíma sem hún stjórnaði kórnum. Við kórstjórninni tók Ágota Joó en hún er ættuð frá Ungverjalandi og fluttist til Íslands árið 1988. Ágota útskrifaðist frá Franz Liszt-tónlistarháskólanum í Szeged sem píanókennari, tónfræðikennari og kórstjóri. Það vildi þannig til að Ágota var í Ungverjalandi þegar kórinn hélt aðventuhátíðina sunnudaginn 16. desember og gat hún því ekki stjórnað kórnum. Í skarðið hljóp Lenka Mátéóva sem er organisti í Kópavogskirkju og leysti það viðfangsefni með miklum sóma. Einsöngvari á aðventuhátíð- inni var Stefán Sigurjónsson, á píanóið lék Peter Máté og hug- vekjuna flutti séra Vigfús Bjarni Albertsson en hann er sjúkrahús- prestur við Barnaspítala Hringsins á Landspítala. Barnakórnum var stjórnað af Unni Hjálmarsdóttur og eins og alltaf þá sungu börnin sig inn í huga og hjörtu hátíðargesta með fölskvalausri gleði og einlægum söng sem kom beint frá hjartanu. Í lok hátíð- arinnar var að venju boðið upp á kaffihlaðborð í safnaðarheim- ilinu þar sem veitingar komu úr smiðju kórfélaga og örugglega hafa sumir makarnir komið þar við sögu. Gestirnir kunna vel að meta veitingarnar og ekki síst að koma saman og geta spjallað við ættingja og vini sem sumir hittast ef til vill ekki svo oft. Á aðventuhátíðinni hljómuðu síðustu tónar kórsins þetta starfsárið og vil ég fyrir hönd kórsins þakka Átthagafélagi Stranda- manna stuðninginn á árinu. Einnig sendum við bestu kveðjur og þakkir til hinna fjölmörgu tónleikagesta sem glatt hafa okkur kór- félaga með nærveru sinni þegar kórinn hefur komið fram á árinu. Haukur Guðjónsson formaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.