Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 33

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 33
31 Georg Jón Jónsson, Kjörseyri Borðeyri Siglingar á söguöld Kauptúnið Borðeyri er byggt í landi samnefndrar jarðar sem í daglegu tali er oftast kölluð Borðeyrarbær til aðgreiningar frá þorpinu. Borðeyrarbær er gömul bújörð og standa bæjarhúsin þremur kílómetrum utar með firðinum en kauptúnið. Hennar er getið í Grettis sögu og sé sú saga nægjanlega traust heimild hefur jörðin verið byggð á söguöld. Skömmu eftir víg Jóns Arasonar biskups árið 1550 var gerð skrá um eignir Hólastóls í föstu og lausu og þar kemur fram að jörðin var þá í eigu biskupsins. Fljótlega eftir það varð jörðin konungseign en komst í eigu ríkisins í byrjun síðustu aldar. Í dag er jörðin í einkaeign. Jörðin hefur þótt eftirsóknarverð, þar er góð hafnaraðstaða og til Borðeyrar var siglt á fyrstu öldum byggðar í landinu. Byggð á Borðeyri reis fyrst á svonefndum Borðeyrartanga. Tanginn er lítil sand- eða malareyri sem skagar út í vestanverðan Hrútafjörð um það bil fjóra til fimm kílómetra frá fjarðarbotni. Sunnan við eyrina er lítil vík; þar er aðdýpi, allgott skipalægi og ágætt var fyrir hafátt og brimi. Upp af eyrinni er brattur melbakki og norður af honum langur melur, nefndur Borðeyrarmelur, brattur að austanverðu. Þar fyrir neðan er slétt eyri, alllöng en frekar mjó. Þar er nú tún. Eyri þessi hefur stundum verið kölluð Austureyri eða Grundin. Um Borðeyrarmel segir Þorvaldur Thor- oddsen: „Malarkambar og fornar sævarmenjar sjást alls staðar fram með Hrútafirði beggja megin, og eru malarkambarnir sums staðar tvöfaldir, eins og t.d. fyrir utan Borðeyri.“1 1 Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók, 4. b., 2. útg., Reykjavík 1960, bls. 75.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.