Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 37

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 37
35 Hann telur þessar búðarrústir á Borðeyri til merkustu fornminja í sókninni. Í Íslendingasögum, Biskupasögum og Sturlungu er víða að finna frásagnir af siglingum í Hrútafjörð. Þá er gjarnan komist svo að orði að skip hafi komið í Hrútafjörð á Borðeyri eða að skip hafi staðið þar uppi. Í Laxdælu segir frá umsvifum hins mikla far- manns Þorkels Eyjólfssonar sem var fjórði maður Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur og langafi Ara fróða: Hann var þá svo auðigur maður að hann átti tvo knörru í förum. Annar kom í Hrútafjörð á Borðeyri og var hvortveggi viði hlaðinn.4 Bendir þannig allt til þess að Borðeyri hafi verið í tölu meiri hátt- ar siglinga- og kauphafna hér á landi frá fyrstu tíð, meðan lands- menn áttu sjálfir skip í förum og norskir kaupmenn stunduðu verslun á Íslandi. Eftir að þjóðveldið leið undir lok er sennilegt að siglingar til Borðeyrar hafi orðið nokkuð fátíðari. Farmenn og kaupmenn hafa kannski veigrað sér við að sigla um innanverðan Húnaflóa og firðina sem inn af honum ganga vegna hafíss sem var öllum siglingum þrándur í götu og hindraði þær stundum algerlega svo árum skipti. Þó má telja líklegt að Hansakaupmenn og Englendingar hafi siglt til Borðeyrar fram undir 1600. Í Skarðsárannál segir árið 1599: „Brotnaði skip þýzkra kaup- manna í Hrútafirði, stóð þar um veturinn.“ Í sama annál hið næsta ár segir: „Brotnaði annað skip í Hrútafirði, sem hugðist sækja hið fyrra. Stóðu uppi tvö skip þar. Var mælt að það væri gerningar þýzkrar galdrakonu.“ Enn segir af þessum óförum kaupmanna árið 1601: „Kom hið þriðja skip á Hrútafjörð, sótti annað fyrra, þriðja sundurdregið.“ Strax á eftir segir í annálnum um annað efni sem þó er táknrænt um það sem á eftir fór: „Sorti á sólu um miðdegisleyti. Versnaði veðrátta, gerði harðindi.“5 Þá varð sorti á sólu í þjóðlífi Íslendinga því að árið 1602 komst ein- okunarverslun á. Verslunar á Borðeyri eða siglinga þangað er vart eða ekki getið næstu 250 ár. Einkaleyfi voru þó veitt til að sigla til 4 Íslendingasögur og þættir, 3. b., ritstj. Bragi Halldórsson [o.fl.], Reykjavík 1998, bls. 1638, (Laxdæla, kafli 68). 5 Annálar 1400–1800, Gefnir út af Hinu íslenzka bókmentafélagi, 1. b., Reykjavík 1922–27, bls. 183–86.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.