Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 40

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 40
38 ust þeir, að allra náðugast yrði leyft að sigla inn í höfnina við Borðeyri í Hrútafirði til reynslu í 5 ár, og að versla þar úti á höfninni, eftir þeim ákvörðunum, er almennt gilda um lausakaupverslun.6 Í bænarskránni var sýnt fram á að um mikla fjarlægð í verslunar- stað væri að ræða fyrir almenning þar í nærsveitum, ferðir mjög kostnaðarsamar og auk þess á óhentugasta tíma. Sýslumaðurinn og amtmaður höfðu báðir borið vitni um að bændur hefðu lög að mæla. Sýslumaðurinn mælti með bænarskránni og amtmaður tók fram að það eina sem gæti verið ísjárvert við samþykkt henn- ar væri að þessi ráðstöfun kynni að raska stöðu þeirra verslunar- staða er fyrir voru og skapa fordæmi fyrir fleiri. Rentukammerið taldi þessi rök þó léttvæg enda hefðu bændur yfirleitt verslað lítið vegna erfiðleika með flutning og einnig mjög víða, ýmist á Skagaströnd, Reykjarfirði, Stykkishólmi, Búðum, Ólafsvík eða í Reykjavík. Hagsmunir bænda að fá einkar hentugt kauptúns- stæði væru hins vegar miklir. Frumvarpið var samþykkt umræðulaust frá Alþingi að tillögu Jóns Sigurðssonar og Borðeyri löggiltur verslunarstaður með kon- ungsbréfi útgefnu 23. desember 1846.7 Til umræðu kom heima í héraði að setja kauptúnið niður í Kjörseyrartanga, eflaust vegna þess að hann er mun stærri en Borðeyrartangi, þar er rýmra um og einnig minni hætta á að lagís á firðinum tálmi siglingar. Þá var Matthías Sívertsen bóndi á Kjörseyri, hreppstjóri og áhrifamaður í sveitinni. Lagðist hann eindregið gegn þessum hugmyndum, hefur ef til vill ekki litist á að fá verslunina í túnfótinn með öllum þeim umsvifum og örtröð er henni fylgdi í kauptíð. Löggildingin dugði ekki til þess að siglingar hæfust á ný enda Hrútafjörður löngum þótt vandrötuð siglingarleið. Á þeim tíma hafa fáir eða engir skipstjórar kaupskipa þekkt hann að ráði enda fjörðurinn hvorki mældur né kortlagður. Forvígismenn héraðsins gengust því fyrir að fá kaupmenn til að sigla inn á Hrútafjörð til Borðeyrar með vörur. Fremstur í flokki var hinn aldni höfðingi Jón Jónsson, kammerráð á Melum og fyrrverandi sýslumaður, og 6 Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1845, viðb., bls. 77. 7 Í ýmsum greinum um Borðeyri er konungsbréfið ranglega sagt dagsett 13. desember. Sú villa virðist upphaflega runnin frá stafsetningarvillu í Alþingistíðindum 1847.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.