Strandapósturinn - 01.06.2013, Qupperneq 40
38
ust þeir, að allra náðugast yrði leyft að sigla inn í höfnina við Borðeyri
í Hrútafirði til reynslu í 5 ár, og að versla þar úti á höfninni, eftir þeim
ákvörðunum, er almennt gilda um lausakaupverslun.6
Í bænarskránni var sýnt fram á að um mikla fjarlægð í verslunar-
stað væri að ræða fyrir almenning þar í nærsveitum, ferðir mjög
kostnaðarsamar og auk þess á óhentugasta tíma. Sýslumaðurinn
og amtmaður höfðu báðir borið vitni um að bændur hefðu lög
að mæla. Sýslumaðurinn mælti með bænarskránni og amtmaður
tók fram að það eina sem gæti verið ísjárvert við samþykkt henn-
ar væri að þessi ráðstöfun kynni að raska stöðu þeirra verslunar-
staða er fyrir voru og skapa fordæmi fyrir fleiri. Rentukammerið
taldi þessi rök þó léttvæg enda hefðu bændur yfirleitt verslað
lítið vegna erfiðleika með flutning og einnig mjög víða, ýmist
á Skagaströnd, Reykjarfirði, Stykkishólmi, Búðum, Ólafsvík eða
í Reykjavík. Hagsmunir bænda að fá einkar hentugt kauptúns-
stæði væru hins vegar miklir.
Frumvarpið var samþykkt umræðulaust frá Alþingi að tillögu
Jóns Sigurðssonar og Borðeyri löggiltur verslunarstaður með kon-
ungsbréfi útgefnu 23. desember 1846.7
Til umræðu kom heima í héraði að setja kauptúnið niður í
Kjörseyrartanga, eflaust vegna þess að hann er mun stærri en
Borðeyrartangi, þar er rýmra um og einnig minni hætta á að lagís
á firðinum tálmi siglingar. Þá var Matthías Sívertsen bóndi á
Kjörseyri, hreppstjóri og áhrifamaður í sveitinni. Lagðist hann
eindregið gegn þessum hugmyndum, hefur ef til vill ekki litist á
að fá verslunina í túnfótinn með öllum þeim umsvifum og örtröð
er henni fylgdi í kauptíð.
Löggildingin dugði ekki til þess að siglingar hæfust á ný enda
Hrútafjörður löngum þótt vandrötuð siglingarleið. Á þeim tíma
hafa fáir eða engir skipstjórar kaupskipa þekkt hann að ráði enda
fjörðurinn hvorki mældur né kortlagður. Forvígismenn héraðsins
gengust því fyrir að fá kaupmenn til að sigla inn á Hrútafjörð til
Borðeyrar með vörur. Fremstur í flokki var hinn aldni höfðingi
Jón Jónsson, kammerráð á Melum og fyrrverandi sýslumaður, og
6 Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1845, viðb., bls. 77.
7 Í ýmsum greinum um Borðeyri er konungsbréfið ranglega sagt dagsett 13. desember.
Sú villa virðist upphaflega runnin frá stafsetningarvillu í Alþingistíðindum 1847.