Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 46

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 46
44 Eggerz. Hann var fæddur 11. apríl 1832 í Akureyjum, sonur Friðriks Eggerz, prests í Skarðsþingum, og konu hans, Arndísar Pétursdóttur. Pétur fór ungur til Englands og lærði þar versl- unarfræði. Tuttugu og fjögurra ára að aldri fluttist hann norður í Hrútafjörð og settist að á Borðeyrarbæ. Þá bjó þar Ragnheiður, ekkja Vigfúsar Thorarensens sýslumanns. Voru þær systur, Jakobína, fyrri kona Péturs Eggerz, og Ragnheiður, dætur Páls Melsteð amtmanns. Jakobína lést haustið 1870 en Pétur kvæntist aftur fjórum árum síðar Sigríði Guðmundsdóttur frá Kollsá. Árið 1857 tók Pétur Borðeyrarbæ til ábúðar og sama ár fékk hann verslunarleyfi. Árið eftir setti hann ráðsmann fyrir búið en flutti sjálfur á Borðeyrartanga, í lítinn torfbæ er hann byggði þar og bjó í fyrstu árin. Fljótlega gerðist hann mikill athafnamaður um byggingar. Árið 1860 reisti hann 12 × 24 álna vörugeymslu- hús, vandað að viðum og öllum frágangi, enda var hann þá farinn að versla með vöruleifar frá lausakaupmönnum, mest frá skipum Clausens. Hús þetta stóð í nær 100 ár og muna það margir í dag sem pakkhús Kaupfélagsins. Yfir því var loft eða rishæð, oftast kallað Langaloft, og var síðar um hríð notað sem svefnloft fyrir starfsfólk í sláturtíð. Fóru sögur af galsafengnum uppátektum manna sem þar söfnuðust saman á haustin. Meira að segja rosknir og virðu- legir bændur áttu til að sýna af sér hinn mesta strákaskap, flugust á og glímdu og höfðu frammi hrekkjabrögð hver við annan í græskulausu gamni. Gamla pakkhúsið var rifið 1958. Það vék fyrir nýju verslunarhúsi Kaupfélagsins. Á árunum 1862–64 reisti Pétur vandað timburhús sem stendur enn, járnklætt á hlöðnum grunni. Hús þetta er ein hæð og ris- hæð. Í því hafði hann krambúð í suðurendanum um hríð, þá fyrstu sem getið er um á Borðeyri, og er hún komin þar 1864. Að öðru leyti var þetta fyrst og fremst íbúðarhús og mun hafa verið kallað faktorshús í fyrstu en síðar Riishús og undir því nafni er það skráð í dag. Þetta er eina byggingin á Borðeyri frá þessum tíma sem enn stendur og eflaust eitt elsta hús við Húnaflóa. Fyrir árið 1868 var Pétur Eggerz búinn að reisa þriðja húsið, eina hæð og ris í svipuðum stíl og Riishúsið. Þetta hús var vöru- geymsla og krambúð og komst síðar í eigu Clausenverslunar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.