Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 51

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 51
49 sínum; þetta korn keyptu kaupmenn, og fluttu það upp til Íslands og seldu það þar, sem óskemmda vöru, fyrir fullt verð (10–11 ríkisdali tunnuna). Þetta ljeku helzt þeir fjelagar Clausen og Sandholt fyrir vestan, Hillebrandt á Hólanesi og Bjarni Sandholt, lausakaupmaður Borðeyri, buðu mönnum sömu kjörin fyrir norðan. … [M]enn streytt- ust við í lengstu lög, að kaupa ekki kornið, og mikið af því lá líka óselt til vetrar; en, þegar á leið veturinn, þrýsti þó hungrið svo að mönnum, að allt vannst upp á útmánuðunum.19 Í Hrútafirði hefur lifað vísa ein frá þessum tíma sem varð hús- gangur og sýnir hug alþýðunnar til kaupmannsins sem prettaði fólk og bauð upp á svikna vöru: Sandholt út á höfninni hóar, í helvíti kvalir eru nógar. Ormarnir í korninu kalla: „Komdu pabbi og éttu okkur alla.“ Pétur Eggerz fór út til að kaupa vörur fyrir Félagsverslunina strax haustið 1870 og kom snemma sumars árið eftir á 60 lesta skipi hlöðnu af vörum til Borðeyrar. Voru þær fengnar að láni hjá íslenska samlaginu í Björgvin en það félag varð Pétri vel- viljað og lánaði Félagsversluninni mikið af vörum. Í fréttabréfi í Norðanfara, dagsettu 9. júlí 1871, segir: „Sagt er að hann hafi gæða matvöru og afbragðs kaffi. Hann er líka sagður kominn með mörg búnaðar áhöld utan- og innanhúss til sýnis.“20 Í bréfi til Jóns Sigurðssonar kemur fram að sama sumar flutti Pétur út 47.000 pund af ull. Meðal þeirra sem unnu að rekstri verslunar- innar með Pétri Eggerz var sr. Jón Auðunn Blöndal, hann var verslunarstjóri á Borðeyri fyrstu árin en síðan í Grafarósi í Skagafirði. Þá má nefna Thomas Thomsen. Hann starfaði við Félagsverslunina á Borðeyri um hríð en flutti síðan til Blönduóss og stofnaði fyrstu verslun sem þar var reist. Kaupmenn brugðust illa við þessari samkeppni frá Félagsversl- uninni og bundust samtökum bæði hér innanlands og erlendis til að kæfa þennan félagsskap í fæðingu. Vonir manna og væntingar til hins nýja félags voru miklar og almenningur hefur fljótlega komið auga á þá möguleika og hagsbætur sem stofnun þess hafði 19 [Björn M. Ólsen.] Sendibrjef til Húnvetninga og Skagfirðinga, bls. 8. 20 Norðanfari, 28. júlí 1871.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.