Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 51
49
sínum; þetta korn keyptu kaupmenn, og fluttu það upp til Íslands og
seldu það þar, sem óskemmda vöru, fyrir fullt verð (10–11 ríkisdali
tunnuna). Þetta ljeku helzt þeir fjelagar Clausen og Sandholt fyrir
vestan, Hillebrandt á Hólanesi og Bjarni Sandholt, lausakaupmaður
Borðeyri, buðu mönnum sömu kjörin fyrir norðan. … [M]enn streytt-
ust við í lengstu lög, að kaupa ekki kornið, og mikið af því lá líka óselt
til vetrar; en, þegar á leið veturinn, þrýsti þó hungrið svo að mönnum,
að allt vannst upp á útmánuðunum.19
Í Hrútafirði hefur lifað vísa ein frá þessum tíma sem varð hús-
gangur og sýnir hug alþýðunnar til kaupmannsins sem prettaði
fólk og bauð upp á svikna vöru:
Sandholt út á höfninni hóar,
í helvíti kvalir eru nógar.
Ormarnir í korninu kalla:
„Komdu pabbi og éttu okkur alla.“
Pétur Eggerz fór út til að kaupa vörur fyrir Félagsverslunina
strax haustið 1870 og kom snemma sumars árið eftir á 60 lesta
skipi hlöðnu af vörum til Borðeyrar. Voru þær fengnar að láni
hjá íslenska samlaginu í Björgvin en það félag varð Pétri vel-
viljað og lánaði Félagsversluninni mikið af vörum. Í fréttabréfi
í Norðanfara, dagsettu 9. júlí 1871, segir: „Sagt er að hann hafi
gæða matvöru og afbragðs kaffi. Hann er líka sagður kominn
með mörg búnaðar áhöld utan- og innanhúss til sýnis.“20 Í bréfi
til Jóns Sigurðssonar kemur fram að sama sumar flutti Pétur út
47.000 pund af ull. Meðal þeirra sem unnu að rekstri verslunar-
innar með Pétri Eggerz var sr. Jón Auðunn Blöndal, hann var
verslunarstjóri á Borðeyri fyrstu árin en síðan í Grafarósi í
Skagafirði. Þá má nefna Thomas Thomsen. Hann starfaði við
Félagsverslunina á Borðeyri um hríð en flutti síðan til Blönduóss
og stofnaði fyrstu verslun sem þar var reist.
Kaupmenn brugðust illa við þessari samkeppni frá Félagsversl-
uninni og bundust samtökum bæði hér innanlands og erlendis til
að kæfa þennan félagsskap í fæðingu. Vonir manna og væntingar
til hins nýja félags voru miklar og almenningur hefur fljótlega
komið auga á þá möguleika og hagsbætur sem stofnun þess hafði
19 [Björn M. Ólsen.] Sendibrjef til Húnvetninga og Skagfirðinga, bls. 8.
20 Norðanfari, 28. júlí 1871.