Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 52

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 52
50 í för með sér. Í Norðanfara árið 1872 er birt kvæði í tíu erindum sem ber nafnið „Ávarp frá Húnvetningi“. Það varpar skemmtilegu ljósi á vangaveltur manna um verslunina og frelsishugmyndir á þessum tíma. Þriðja og fjórða erindið eru á þessa leið: Hollar lifna hagsumbætur Pjetur fannst á framkvæmd laginn, Húnaþings um víða byggð; fór því sendur Norveg að, komin er á frjálsa fætur oss að búa bezt í haginn fjelags verzlun lögum trygð, Björgvinar í háum stað; nú sem alltaf dag frá degi hann að sumri – vjer þess vonum – drjúgri framför getur náð, völdum hingað stýrir knör; skörungsstjórn því skortir eigi, árnum beztu heilla honum, skynsamleg og forsjál ráð. heilög gæfan beini för!21 Félagsfundur var haldinn á Þingeyrum 24. júní 1872. Af reikn- ingum sem fram voru lagðir sást að ágóði hluthafa var tuttugu af hundraði. Ríkti mikil ánægja og bjartsýni á fundinum. Þótt allt hefði gengið heldur seint þá voru vörurnar yfirleitt betri en menn áttu að venjast og verulegur ágóði. Var því ákveðið að safna enn 800 nýjum hlutum. Á fundinum var einnig samþykkt tillaga um að reyna að fá bændur til að lofa að versla eingöngu við félagið í fimm ár. Árið 1872 kom Björgvinjargufuskipið Jón Sigurðsson þrjár ferðir með vörur til íslensku félagsverslananna, þar á meðal til Borðeyrar og Grafaróss. Í fyrstu ferð þess var Pétur Eggerz með en hann fór jafnan sjálfur utan til vörukaupa. Um þriðju ferð skipsins er sagt að nú sé „sá munrinn, að þar sem hann hafði farið tómskipa héðan, sem næst, í 2 fyrri ferðunum, þá fór hann nú með hlaðfermi af alskonar íslenzkri vöru, saltfiski, lýsi, æðardún og ull …“.22 Félagssvæðið breiddist út og náði fljótlega norður í Skagafjörð og til Siglufjarðar, og suður um Mýrar og Borgarfjörð. Meginhluta af vörum var afskipað á Borðeyri en einnig voru vörur fluttar til Grafaróss fyrir Skagafjörð og austurhluta Húnavatns- sýslu. Þá voru pantaðar vörur fluttar á Sigríðarstaðaós í Þverár- hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og afhentar þar. Kaupmenn á Skagaströnd og Hólanesi töldu þá verslun óleyfilega og urðu málaferli milli þeirra og félagsins. 21 Norðanfari, 19. mars 1872. „S.J.J.“ stendur undir kvæðinu. 22 Þjóðólfur, 29. ágúst 1872.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.