Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 53
51
Árið 1874 var félagssvæðið orðið það stórt að leigja þurfti þrjú
skip til viðbótar eigin skipi félagsins. Eitt þeirra fór til Akraness
fyrir Borgfirðinga og Mýramenn. Í blaðinu Norðanfari er birt
bréf úr Húnavatnssýslu, dagsett 14. júlí 1874. Í því segir meðal
annars:
22.–23. f[yrra] m[ánaðar] var verzlunarfjelagsfundur haldin á Borð-
eyri, af Skagfirðingum, Húnvetningum, Mýramönnum, Stranda-
mönnum og Borgfirðingum. Var rætt um lög fjelagsins og gjörðar á
þeim miklar breytingar […] Ekkert gátu menn vitað um fjárhag fje-
lagsins, nje rætt um prísa, þar kaupstjóri kom ekki fyrri en nokkrum
dögum síðar, og hafði hann engar greinilegar skýrslur sent, en mikið
fje hafði verið lagt í fjelagið næstl[iðið] ár. Um næstl[iðið] ár var
hlutatalan orðin 1,187, og þaraðauki hafði safnast talsvert fje til skipa-
kaupa í sjerstöku fjelagi, auk skipsins „Elfríðar“, sem beinlínis er eign
verzlunarfjelagsins. Innfluttar vörur til verzlunarfjel[agsins] voru
næstliðið ár hartnær 100.000 rd.23
Einhver óánægja byrjaði nú að grafa um sig, reikningar voru
seinna á ferðinni en lögin gerðu ráð fyrir. Til þess kunna að
liggja ýmsar ástæður, t.d. var talað um að innlenda varan seldist
illa vegna slæmrar verkunar. Það eimdi lengi eftir af þeim hugs-
unarhætti að þetta eða hitt væri nógu gott í kaupmanninn. Seint
og illa gekk að fá landsmenn til að vanda framleiðslu afurða
sinna og gætir þess jafnvel enn.
Og nú byrjuðu erfiðleikarnir. Ekki hafði tekist haustið áður að
fá skip til fjárflutninga vegna sjúkdóma erlendis. Hefði það geng-
ið hefði komið gjaldeyrir inn í landið og forðað skuldasöfnun.
Haustið 1874 strandaði vöruskip félagsins við Melrakkasléttu og
Íslenska samlagið í Björgvin varð gjaldþrota og taldi til 13.000
ríkisdala skuldar hjá verslunarfélaginu.
Stjórnin fundaði í skyndi á Borðeyri og ákvað að halda aðal-
fund á Stóru-Borg dagana 17.–19. febrúar 1875. Þar voru mættir
60 fulltrúar af öllu svæðinu norðan úr Fljótum og sunnan úr
Leirársveit. Á þessum fundi urðu nokkur átök. Ákveðið var að
skipta félaginu í tvennt og kosnir sex fulltrúar til að annast skipt-
inguna. Hinn 23. febrúar sama ár var svo fundur á Borðeyri með
23 Norðanfari, 31. ágúst 1874.