Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 54
52
fulltrúunum og félaginu skipt um Gljúfurá í Húnaþingi. Stofn-
uðu vestanmenn Borðeyrarfélagið með Pétur Eggerz sem fram-
kvæmdastjóra en Skagfirðingar og Austur-Húnvetningar Grafar-
óssfélagið og var séra Jón A. Blöndal fyrir því.
En nú fór að halla undan fæti hjá Félagsversluninni. Svo virðist
sem skuldir hafi verið lítt viðráðanlegar og rekstrarfjárskortur
meiri en svo ungt fyrirtæki gæti borið þar sem engin bankastarf-
semi var í landinu. Forráðamenn félagsins voru hart dæmdir sem
oft er venja ef illa gengur. Búast má við að mistök hafi átt sér stað
við stjórnun verslunarfélagsins og ekki óeðlilegt því að verslunar-
þekking var lítil meðal landsmanna og reynsla engin í svona
rekstri. Talað er um að innlend vara, svo sem ull, hafi verið of hátt
verðlögð til innleggs, um 10 aurum hærra en hjá kaupmönnum,
og hefði þetta gerst án vilja og vitundar framkvæmdastjóra. Sam-
keppnin við kaupmenn var hörð og þeir bundust samtökum gegn
félaginu bæði innanlands og utan.
Fullvíst er þó að Félagsverslunin hefur haft áhrif á afkomu
manna og stuðlað að framförum. Í fréttabréfi úr Hrútafirði 1897
kemur fram að hún hafi haft mikil áhrif á verð á mörgum vöru-
tegundum og einnig til hækkunar á afurðum, t.d. á ull, til veru-
legra hagsbóta fyrir þá sem versluðu á Borðeyri. Séra Jón A. Blön-
dal hafði sent Grafaróssfélaginu erindisbréf með fyrirmælum um
meðferð ullar svo hún gæti selst sem fyrsta flokks vara. Voru reglur
þessar taldar merkilega líkar ullarmati er gilti um miðja tuttug-
ustu öld.
Árið 1875 kom vöruskip á vegum Félagsverslunarinnar frá
Björgvin til Grafaróss og Borðeyrar, fór þaðan vestur á Breiða-
fjörð, sneri aftur og til Borðeyrar og tók þar 1000 fjár og 100
hesta. Verð á hesti var 100 krónur en á sauð 18 krónur. Þetta var
fyrsta tilraun með sölu á lifandi peningi við Húnaflóa.
Seint á árinu 1876 fór fram uppgjör á eignum og skuldum. Til
þess voru eftirtaldir menn kosnir: Séra Eiríkur Briem, sem var for-
maður, Pétur Eggerz, Sigurður E. Sverrisson sýslumaður, séra Jón
A. Blöndal, séra Sveinn Skúlason og Bjarni Einar Magnússon
sýslumaður. Var 50 króna hlutur virtur á 30,81 krónu.
Árið 1877 lagðist Borðeyrarfélagið niður en þó var félagið
aldrei lýst gjaldþrota. Grafaróssfélagið leið undir lok ári síðar.
Margt mun hafa stuðlað að því að þessi samtök urðu ekki langlíf-