Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 56
54
Var ein hæð undir þakskeggi að þeirra tíma sið, en ris svo hátt að
yfir stofuhæð voru tvö loft. Húsaviðurinn var fluttur tilsniðinn frá
Danmörku og gekk smíðin því fljótt fyrir sig. Hús þetta var mjög
vandað að viðum og allri gerð og talið það af timburhúsum stað-
arins er mest var borið í. Þar sem Bryde var að hefja fasta verslun
þurfti hann mikið af vörum og er það í frásögur fært að þá voru
fjögur kaupskip í einu í Borðeyrarhöfn. Þrjú á vegum Bryde, en
eitt til Clausenverslunar.
Verslunarstjóri hjá Bryde var Sveinn Guðmundsson frá Búðum
á Snæfellsnesi. Kona hans var Kristín Edvardsdóttir. Hún þótti
forkunnarfögur. Það var um giftingu hennar og Sveins sem Krist-
ján Jónsson fjallaskáld kvað hina alkunnu vísu:
Sveinn á Búðum fái fjúk
fékk hann hennar Stínu.
Öndin spriklar öfundsjúk
inn í brjósti mínu.
Með kaupskipinu Júnó, sem flutti húsaviðinn og verslunarstjór-
ann til Borðeyrar, var fátækur danskur unglingspiltur sem var
kominn frá Kaupmannahöfn til Borðeyrar sem verslunarlær-
lingur og varð síðar bókari Brydeverslunar. Þessi maður átti eftir
að verða þjóðkunnur sem einn af mestu athafnamönnum hér á
landi. Nafn hans var Thor Jensen.
Í minningum Thors er að finna góða frásögn af verslun á Borð-
eyri og lífskjörum fólks í Hrútafirði. Þar fer hann lofsamlegum
orðum um sveitarfólkið er sótti verslun til Borðeyrar og segir
meðal annars: „Það kom greinilega í ljós, hve lítið menn tóku út
af óþarfa varningi, hve þjóðin var sparsöm, og hve mikla áherzlu
allur almenningur lagði á það, að komast af upp á eigin spýtur.“24
Einnig segir Thor frá því fyrsta sem hann eignaðist í þessu landi,
fjallalambi sem Daníel Jónsson, bóndi á Þóroddsstöðum, gaf
honum.
Vorið 1880 fluttist til Borðeyrar ekkja vestan af Snæfellsnesi,
frænka Sveins Guðmundssonar verslunarstjóra, og settist að í
skjóli hans. Þessi kona hét Steinunn Jónsdóttir. Með henni komu
tvö af börnum hennar, annað stúlka á þrettánda ári, Margrét Þor-
24 Thor Jensen, Reynsluár (Minningar, 1. b.), Reykjavík, 2. pr. 1983, bls. 72.