Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 56

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 56
54 Var ein hæð undir þakskeggi að þeirra tíma sið, en ris svo hátt að yfir stofuhæð voru tvö loft. Húsaviðurinn var fluttur tilsniðinn frá Danmörku og gekk smíðin því fljótt fyrir sig. Hús þetta var mjög vandað að viðum og allri gerð og talið það af timburhúsum stað- arins er mest var borið í. Þar sem Bryde var að hefja fasta verslun þurfti hann mikið af vörum og er það í frásögur fært að þá voru fjögur kaupskip í einu í Borðeyrarhöfn. Þrjú á vegum Bryde, en eitt til Clausenverslunar. Verslunarstjóri hjá Bryde var Sveinn Guðmundsson frá Búðum á Snæfellsnesi. Kona hans var Kristín Edvardsdóttir. Hún þótti forkunnarfögur. Það var um giftingu hennar og Sveins sem Krist- ján Jónsson fjallaskáld kvað hina alkunnu vísu: Sveinn á Búðum fái fjúk fékk hann hennar Stínu. Öndin spriklar öfundsjúk inn í brjósti mínu. Með kaupskipinu Júnó, sem flutti húsaviðinn og verslunarstjór- ann til Borðeyrar, var fátækur danskur unglingspiltur sem var kominn frá Kaupmannahöfn til Borðeyrar sem verslunarlær- lingur og varð síðar bókari Brydeverslunar. Þessi maður átti eftir að verða þjóðkunnur sem einn af mestu athafnamönnum hér á landi. Nafn hans var Thor Jensen. Í minningum Thors er að finna góða frásögn af verslun á Borð- eyri og lífskjörum fólks í Hrútafirði. Þar fer hann lofsamlegum orðum um sveitarfólkið er sótti verslun til Borðeyrar og segir meðal annars: „Það kom greinilega í ljós, hve lítið menn tóku út af óþarfa varningi, hve þjóðin var sparsöm, og hve mikla áherzlu allur almenningur lagði á það, að komast af upp á eigin spýtur.“24 Einnig segir Thor frá því fyrsta sem hann eignaðist í þessu landi, fjallalambi sem Daníel Jónsson, bóndi á Þóroddsstöðum, gaf honum. Vorið 1880 fluttist til Borðeyrar ekkja vestan af Snæfellsnesi, frænka Sveins Guðmundssonar verslunarstjóra, og settist að í skjóli hans. Þessi kona hét Steinunn Jónsdóttir. Með henni komu tvö af börnum hennar, annað stúlka á þrettánda ári, Margrét Þor- 24 Thor Jensen, Reynsluár (Minningar, 1. b.), Reykjavík, 2. pr. 1983, bls. 72.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.