Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 57
55
björg Kristjánsdóttir. Hún varð seinna kona Thors Jensen en
kynni þeirra hófust á Borðeyri. Eftir að Steinunn flutti með börn
sín til Akraness 1883 festi Thor ekki lengur yndi á Borðeyri og
flutti þaðan ári síðar en bar þó jafnan ræktarhug til staðarins.
Verslunarsvæði Borðeyrar var afar stórt á þessum árum. Þangað
sóttu bændur úr suðurhluta Strandasýslu, úr Dalasýslu allt vestur
í Saurbæ, úr Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði og úr Húna-
vatnssýslu austur að Vatnsdal. Útflutningur frá Borðeyrarverslun-
um var á næstu árum talinn mestur allt að 1200 ballar af ull. Eftir
því ætti sauðfjáreign viðskiptamanna Borðeyrarverslana að hafa
verið um 90 þúsund fjár en þá er talið að í landinu séu alls 454
þúsund sauðfjár.
Haustið 1878 komu fleiri en eitt af skipum enska fjárkaup-
mannsins Slimons til Borðeyrar og tóku fé svo þúsundum skipti
bæði úr fjarlægum og nærliggjandi sveitum. Eitthvað var tekið af
hrossum í skip á Borðeyri en oftar munu þau hafa verið rekin
suður. John Coghill fjárkaupmaður var vel kunnur hér um sveitir
sem víðar. Hann keypti fé og hross fyrir Slimon í Leith. Fannst
mörgum gott við hann að skipta, hann greiddi fyrir í ensku gulli
og þótti áreiðanlegur í viðskiptum. Coghill varð þeim sem hann
hittu mjög minnisstæður. Thor Jensen lýsir honum þannig:
Coghill lærði fljótt graut í íslenzku á ferðum sínum, svo að hann gat
gert sig skiljanlegan við hvern sem var. En sérstaklega lærði hann til
fullnustu að blóta á íslenzku. Fléttaði hann blótsyrðunum innan um
allt sitt tal, við hvern sem hann ræddi, eins og hann héldi, að þetta
væri málskrúð hið mesta og kurteisi.25
Í kringum 1880 fóru bændur í grennd við Borðeyri að panta
vörur með Coghill og fljótlega upp úr því mynduðust víðar pönt-
unarfélög í sambandi við hrossa- og sauðakaupin. Aðallega voru
pantaðar byggingavörur og korn frá Englandi. Verðið þótti hag-
stæðara en hjá dönsku kaupmönnunum og vörurnar betri. Talið
er að Coghill sé með þeim fyrstu er fluttu þakjárn til landsins.
Alla tíð meðan lifandi fé var flutt út voru aðalútflutningshafnir
fyrir Norðurland á Borðeyri og á Akureyri. Í fyrstu mun fénu hafa
verið skipað út í bátum en svo var sett upp fjárbryggja. Ekki þurfti
25 Thor Jensen, Reynsluár (Minningar, 1. b.), Reykjavík, 2. pr. 1983, bls. 104.