Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 58

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 58
56 mjög langa bryggju því aðdýpi er mikið. Lögðust skipin við hana og var féð rekið viðstöðulítið um borð alla leið ofan í lest eftir hlerum og brautum. Fjárbryggjan var tekin upp á hverju hausti. Fyrstu ár níunda áratugar 19. aldar voru óvenju mikil harðindi á Íslandi, og þá fækkaði um þriðjung í sauðfjárstofni landsmanna. Eftir veturinn 1880–81, kaldasta vetur sem mælst hefur á landinu, brást grasspretta um sumarið. Vorið 1882 rak síðan hafís að öllu Norðurlandi. Lá hann landfastur frá Aðalvík og austur með öllu landi fram í ágúst og tepptust allar siglingar þann tíma. Matar- skortur var í öllum kaupstöðum norðanlands og vöruþurrð í verslunum, einnig á Borðeyri. Þá var farið í kaupstað vestur í Stykkishólm til að fá brýnustu nauðsynjar, en verulegir hvalrekar björgðuðu mörgum íbúum við Húnaflóa um vorið. Þetta sumar var það kaldasta sem komið hefur síðan mælingar hófust. Um vorið varð skepnufellir og mikill lambadauði í vor- hretum. Um sumarið var grasbrestur svo jörð greri varla í utan- verðum Hrútafirði, ógnarkuldi af sífelldum ísþokum og norðan- átt. Er sagt að á Norðurlandi hafi tíu sinnum orðið alsnjóa í sveitum frá Jónsmessu til rétta. Ofan á allt bættist skæður misl- ingafaraldur sem bæði olli manntjóni og töfum frá heyskap. Hinn 7. ágúst komst loks skip til Borðeyrar og varð þá annríki mikið, öllum lá á. Víðast var ekki búið að hirða eitt einasta strá. Miklu af búfé varð að farga vegna fóðurskorts. Þetta haust flutti Slimons frá Borðeyri 7.498 fjár í tveim ferðum með skipinu Camoens. Fé þetta var keypt af fjárkaupmanninum Coghill. Af landinu öllu voru þá flutt 24.489 fjár. Í vetrarbyrjun eða í nóvember 1882 kom til Borðeyrar enska skipið Lylie hlaðið fóðurkorni og heyi sem keypt var í Englandi en þar í landi fór fram mikil fjársöfnun vegna hallærisins á Ís- landi. Með skipinu var Eiríkur Magnússon, prófessor í Cambridge á Englandi, en hann hafði forgöngu um þessa söfnun. Á Borðeyri var skipað upp 2.500 sekkjum af fóðurkorni og nær 700 böggum af heyi. Hreppstjórar sáu um skiptingu kornsins eftir þörfum, hver í sinni sveit. Af því fékk Strandasýsla 1000 sekki en Húna- vatnssýsla afganginn en heyinu var skipt til helminga. Þetta hey var vélbundið með vír og vakti það mikla athygli hér. Í mars kom síðan gufuskipið Nephtun með gjafavöru frá samskotanefnd í Danmörku. Það hafði áður komið á Reykjarfjörð og á Borðeyri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.