Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 61
59
Ein mesta framkvæmd Riis var hið vandaða sláturhús sem hann
reisti árið 1912. Þetta hús var eitt hið besta og fullkomnasta á
sinni tíð og var notað sem sláturhús til 1963 eða í full fimmtíu ár.
Nú er húsið fjárrétt hins nýja sláturhúss. Síðasti verslunarstjóri
Riisverslunar á Borðeyri var Hendrik Theódórsson, sonur Theó-
dórs Ólafssonar.
Er Riis kaupmaður lést 1920 var myndað hlutafélag um versl-
unina og keyptu þeir Thor Jensen, Ólafur Benjamínsson, stórkaup-
maður í Reykjavík, og Hendrik Theódórsson hana í félagi. Versl-
unin var áfram rekin undir nafninu Riisverslun til ársins 1930 er
hún var seld Kaupfélagi Hrútfirðinga. Þar með var lokið kaup-
mannaverslun á Borðeyri því að síðan hefur Kaupfélagið haft þar
alla verslun (undir nafninu Verslunarfélag Hrútfirðinga til 1940).
Saga þess er rakin á öðrum stað og verður ekki endurtekin hér.26
Önnur þjónusta
Fyrsta þjónustustarfsemi á Borðeyri önnur en verslun var veit-
ingasala. Árið 1878 fluttist maður að nafni Jón Jasonarson
til Borðeyrar frá Skagaströnd. Fyrstu árin starfaði hann við
Clausenverslun sem afgreiðslu- og pakkhúsmaður. Fljótlega hóf
Jón veitingasölu, í fyrstu aðeins um helgar, seldi öl og vindla í
stofu sinni og þar var einnig stundum spilað fyrir dansi. Thor
Jensen segir í minningum sínum:
Á laugardags- og sunnudagskvöldum kom þangað oft glaðvær náungi
úr sveitinni, Jón nokkur frá Ljótunnarstöðum, til þess að skemmta
fólkinu. Lék hann þar stundum á harmóníku fyrir dansi. […] Þar var
ekki aðeins Borðeyrarfólkið. Ungt fólk kom frá næstu bæjum og
handan yfir fjörð, þegar það fréttist, að slík samkoma væri í vændum.
Þetta var miðstöð æskunnar og gleðinnar.27
Upp úr 1880 reisti Jón Jasonarson hús uppi við melinn rétt
hjá læknum og settist þar að sem veitingamaður. Hús þetta var
oftast kallað Vertshúsið en í sumum heimildum hótelið, hefur
26 Sjá Strandir 2, Lýður Björnsson sá um útgáfu, [s.l.] 1985, bls. 227–64 („Kaupfélag
Hrútfirðinga“ eftir Jónas Einarsson). Sjá einnig í sömu bók, bls. 320–41 („Verka-
lýðs- og smábændafélag Hrútfirðinga“ eftir Jón Kristjánsson frá Kjörseyri; þar er
sagt frá Borðeyrardeilunni).
27 Thor Jensen, Reynsluár (Minningar, 1. b.), Reykjavík, 2. pr. 1983, bls. 95 og 97.