Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 61

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 61
59 Ein mesta framkvæmd Riis var hið vandaða sláturhús sem hann reisti árið 1912. Þetta hús var eitt hið besta og fullkomnasta á sinni tíð og var notað sem sláturhús til 1963 eða í full fimmtíu ár. Nú er húsið fjárrétt hins nýja sláturhúss. Síðasti verslunarstjóri Riisverslunar á Borðeyri var Hendrik Theódórsson, sonur Theó- dórs Ólafssonar. Er Riis kaupmaður lést 1920 var myndað hlutafélag um versl- unina og keyptu þeir Thor Jensen, Ólafur Benjamínsson, stórkaup- maður í Reykjavík, og Hendrik Theódórsson hana í félagi. Versl- unin var áfram rekin undir nafninu Riisverslun til ársins 1930 er hún var seld Kaupfélagi Hrútfirðinga. Þar með var lokið kaup- mannaverslun á Borðeyri því að síðan hefur Kaupfélagið haft þar alla verslun (undir nafninu Verslunarfélag Hrútfirðinga til 1940). Saga þess er rakin á öðrum stað og verður ekki endurtekin hér.26 Önnur þjónusta Fyrsta þjónustustarfsemi á Borðeyri önnur en verslun var veit- ingasala. Árið 1878 fluttist maður að nafni Jón Jasonarson til Borðeyrar frá Skagaströnd. Fyrstu árin starfaði hann við Clausenverslun sem afgreiðslu- og pakkhúsmaður. Fljótlega hóf Jón veitingasölu, í fyrstu aðeins um helgar, seldi öl og vindla í stofu sinni og þar var einnig stundum spilað fyrir dansi. Thor Jensen segir í minningum sínum: Á laugardags- og sunnudagskvöldum kom þangað oft glaðvær náungi úr sveitinni, Jón nokkur frá Ljótunnarstöðum, til þess að skemmta fólkinu. Lék hann þar stundum á harmóníku fyrir dansi. […] Þar var ekki aðeins Borðeyrarfólkið. Ungt fólk kom frá næstu bæjum og handan yfir fjörð, þegar það fréttist, að slík samkoma væri í vændum. Þetta var miðstöð æskunnar og gleðinnar.27 Upp úr 1880 reisti Jón Jasonarson hús uppi við melinn rétt hjá læknum og settist þar að sem veitingamaður. Hús þetta var oftast kallað Vertshúsið en í sumum heimildum hótelið, hefur 26 Sjá Strandir 2, Lýður Björnsson sá um útgáfu, [s.l.] 1985, bls. 227–64 („Kaupfélag Hrútfirðinga“ eftir Jónas Einarsson). Sjá einnig í sömu bók, bls. 320–41 („Verka- lýðs- og smábændafélag Hrútfirðinga“ eftir Jón Kristjánsson frá Kjörseyri; þar er sagt frá Borðeyrardeilunni). 27 Thor Jensen, Reynsluár (Minningar, 1. b.), Reykjavík, 2. pr. 1983, bls. 95 og 97.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.