Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 62

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 62
60 sennilega haft einhver gistirúm. Þarna var veitinga- og vínsala og drykkjuskapur var talinn hafa aukist við tilkomu Vertshússins. Jón Jasonarson var vel kynntur hér í firðinum og talinn óáleit- inn um annarra hag. Sagður hafa góða stjórn á gestum sínum þó drukknir væru svo sjaldan kom til ryskinga eða óláta. Jón var hestamaður og mikill reiðmaður og átti gæðinga þegar hann var á Borðeyri sem taldir voru hesta bestir í nálægum sveitum. Þegar Jón lést árið 1902 rak ekkja hans, Þóra Guðjónsdóttir, veitinga- söluna áfram allt til þess er hún flutti til Reykjavíkur. Hún lét rífa gamla veitingahúsið og reisa annað stærra, tvílyft hús með svölum móti suðri. Það þótti afar glæsileg bygging og staðarprýði. Það orð lék á starfsemi Vertshússins að þegar menn færu að þreyta fast drykkju og sitja lengi við og væru orðnir ölvaðir léti Þóra vert, eins og hún var kölluð, þynna vínið með vatni. Vínið var sótt í könnu í kjallara undir litlu timburhúsi er stóð á lækjar- bakkanum. Í kjallaranum stóðu víntunnurnar á stokkum og stutt var í lækinn til að bæta í vatninu. Maður að nafni Björn Hinriks- son var þarna lengi starfsmaður. Haustkvöld eitt, meira en hálfri öld eftir að Vertshúsið var horfið frá Borðeyri, var Eyjólfur Jónasson, bóndi í Sólheimum í Dölum, staddur þar sem oftar. Eftir að hafa lokið erindum sínum gekk hann í rökkrinu eins og leið lá upp með læknum en hann átti hest sinn geymdan á túnbletti í Lækjardalnum hjá vini sínum, Einari Elíesersyni. Þegar hann var kominn móts við þann stað er Vertshúsið stóð varð honum hugsað til liðins tíma er ferðamenn fengu sér hressingu hjá Þóru vert áður en haldið var úr kaupstað. Honum sagðist svo frá: Mér fannst sem ég sæi hann Björn minn Hinriks skjótast með könn- una inn í kjallarann til að renna í hana víni og bregða henni svo undir lækjarbununa til að fylla hana betur, áður en af henni væri skenkt í Vertshúsi. En þetta var aðeins minning, Vertshúsið var löngu horfið með gestum sínum og glaum og starfsliði öllu. Það eina sem eftir var óbreytt var lækurinn sem enn þá hjalaði við bakkann og skopp- aði glettinn til sjávar eins og hann hefur gert öld fram af öld. Þá kvað Eyjólfur þessa vísu til lækjarins:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.