Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 64
62
1911 til 1930 og ráku greiðasöluna til þess tíma er þau fluttu
brott.
Þá komst Tómasarbær í eigu Þórarins Lýðssonar frá Bakkaseli.
Hann var smiður og stundaði smíðar á Borðeyri ásamt föður sín-
um, Lýð Sæmundssyni, sem líka var smiður. Þeir feðgar breyttu
Tómasarbæ í það horf sem sem hann er nú. Rifu burt torfið og
gerðu bæinn að járnklæddu timburhúsi (sennilega 1935).
Um tíma sat sýslumaður Strandasýslu á Borðeyri. Fyrstur var
þar Marinó Hafstein (1867–1936), skipaður sýslumaður 1899 og
gegndi því embætti til 1909. Hann sat fyrst á Borðeyri um skamm-
an tíma en síðan á Óspakseyri. Halldór Kr. Júlíusson (1877–1976)
var skipaður sýslumaður Strandamanna 1909 og bjó á Borðeyri
alla sína sýslumannstíð eða til 1938 er hann flutti brott úr sýsl-
unni. Eftir það hefur sýslumannssetur verið á Hólmavík. Halldór
sýslumaður var röggsamt yfirvald og setti svip á mannlíf í héraði.
Hann keypti Valdasteinsstaði árið 1921 og rak þar fjárbúskap.
Halldór bjó og hafði skrifstofu í húsi því sem Bryde kaupmaður
reisti fyrir verslun sína og fékk það þá nafnið sýslumannshús.
Á árunum 1914–36 bjó á Borðeyri Ólafur Jónsson ættaður af
Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann lærði trésmíði ungur og
fór utan til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms með stuðningi
Riis kaupmanns. Úr náminu kom hann aftur með tilhöggna
grindina í hið myndarlega sláturhús er Riis reisti á Borðeyri 1912.
Ólafur þótti hinn ágætasti smiður og hafði jafnan nokkra lærlinga
meðan hann var á Borðeyri. Hann var yfirsmiður við byggingu
Reykjaskóla 1930–31. Ólafur var tvíkvæntur, fyrri konu sína, Jónu
Þóreyju Sturlaugsdóttur, missti hann eftir skamma sambúð.
Seinni kona hans var Elínborg Sveinsdóttir. Hún starfaði við sím-
ann á Borðeyri og varð síðan símstöðvarstjóri á Þingeyri er þau
hjón fluttu þangað 1936. Þau hjón áttu mörg börn og eru sum af
þeim þjóðkunn svo sem Yngvi sýslumaður og Höskuldur banka-
stjóri.
Árið 1931, hinn 28. janúar, varð stórbruni á Borðeyri. Þá kvikn-
aði í nýlegu þriggja hæða verslunarhúsi Kaupfélagsins en í því var
sölubúð, skrifstofa, vörugeymsla og íbúð fyrir framkvæmdastjóra.
Veður var hagstætt þennan dag en ella hefði varla tekist að verja
næstu hús. Þá var lán í óláni að Goðafoss lá fyrir akkerum á Borð-
eyri og komu farþegar og skipsmenn heimamönnum til hjálpar