Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 66

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 66
64 gerðu gælur við hunda ferðamanna og tókst að hæna svo kirfi- lega til sín fjárhund frá einum bóndanum að hann yfirgaf hús- bónda sinn og settist að hjá setuliðinu breska. Var hundur sá einn um það að fara í „ástandið“ í plássinu. En vera Bretanna varð örlagarík fyrir Borðeyri. Þeir fóru ógæti- lega með eld og í febrúar 1941 kviknaði í sýslumannshúsinu fyrir þeirra tilverknað. Í annað sinn á stuttum tíma varð stórbruni á Borðeyri. Sýslumannshúsið brann til kaldra kola og öðru sinni missti Kaupfélagið verslunarhús sín. Einnig brann frystihúsið og tækjabúnaður þess en sláturhúsinu var bjargað með því að rjúfa kælihús sem tengdi það frystihúsinu. Minnstu munaði að flest hús staðarins yrðu eldinum að bráð. Segja má að eftir þetta áfall hafi staðurinn aldrei náð sér. Þótt mikið sé búið að byggja upp síðan, bæði verslunarhús og sláturhús, hefur frystihúsið aldrei verið endurreist þó að það hafi oft komið til tals. Kannski hefði einmitt skipt sköpum fyrir uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra á staðnum ef þar hefði staðið frystihús. Þegar landsíminn lagði línu til Ísafjarðar árið 1908 var full- komin fyrsta flokks símstöð sett upp í verslunarhúsunum á Borð- eyri. Þrem árum síðar var reist vandað tvílyft steinhús yfir sím- stöðina og stendur það enn, einmitt á sama stað og fyrsta húsið á Borðeyri, torfbærinn sem Pétur Eggerz reisti. Fyrsti símstöðvar- stjórinn var Björn Magnússon, einn af fjórum Íslendingunum er fyrst lærðu símritun. Aðrir sem gegndu embætti símstjóra voru Ólafur Kvaran, Sigurður Dahlmann og síðast Magnús Richards- son. Hann var símstjóri frá 1933 til 1952, þar af síðasta starfsárið í Brú eftir að símstöðin fluttist þangað 22. júní 1951. Við símstöðina starfaði alltaf nokkuð af fólki. Auk símstjóra var símritari og nokkrar stúlkur unnu sem talsímaverðir. Í símahús- inu var einnig alltaf starfandi pósthús. Það má því með réttu segja að þorpið setti ofan við flutning símstöðvarinnar enda telja sumir tímann sem hún starfaði þar blómaskeið Borðeyrar. Unga fólkið sem þar vann setti léttan og skemmtilegan blæ á kauptúnið sem alltaf hefur verið mjög fámennt. Eftir að símstöðin flutti inn í Brú fékk gamla landsímahúsið nýtt hlutverk. Það varð að skólahúsi fyrir hreppinn og í því starf- aði barnaskólinn frá haustinu 1951 þar til reist var nýtt skólahús, stórt og myndarlegt. Þangað flutti grunnskólinn 1974. Nýja skóla-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.