Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 68
66
Guðmundur Guðmundsson frá Ófeigsfirði
Bernskuminningar
Haustið 1976 hleyptu Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Stofnun
Árna Magnússonar og Þjóðminjasafn Íslands af stokkunum samkeppni
um minningaskrif fólks eldra en 67 ára. Óhætt er að segja að við-
brögð hafi verið góð, alls bárust 148 frásagnir, stuttar og langar, sumar
merkilegar að efni og vel skrifaðar. Við mat á frásögnunum voru
fulltrúar stofnananna sammála um að eitthvað væri bitastætt í öllum
þeirra og að mjög mörgum mikill fengur.1 Svo skemmtilega vildi til
að Strandamaðurinn Guðmundur Guðmundsson frá Ófeigsfirði var
höfundur einnar af þeim þremur frásögnum sem fulltrúarnir töldu
verðar sérstakrar viðurkenningar. Lengi hefur staðið til að prenta frá-
sögn Guðmundar í Strandapóstinum en ekki orðið af því fyrr en nú.
Guðmundur Guðmundsson (1898–1982) var fæddur í Ófeigsfirði og
átti heima þar til 1919 er hann fluttist til Ísafjarðar. Dóttir hans, Erna
Guðmundsdóttir, skrifar meðal annars um föður sinn: „Til Reykjavíkur
fór Guðmundur 1920 og átti þar heima upp frá því. Lauk hann farmanna-
prófi frá Stýrimannaskólanum 1922 og var svo á togurum hjá Tryggva
Ófeigssyni og síðar á Surprise frá Hafnarfirði, sem hann svo sigldi með öll
stríðsárin. Einnig var hann á Capitönu um tíma en hættir sjómennsku
laust fyrir 1950. Hann stofnaði netaverkstæði í Reykjavík ásamt Þórði Ei-
ríkssyni og fleirum og var það rekið í 15 ár. – Guðmundur var mikill bóka-
maður og grúskaði í ýmsu, fór t.d. snemma að kynna sér esperanto og átti
hann mikið safn bóka og blaða á því máli, en á efri árum átti ættfræðin
hug hans allan og lagði hann mikla vinnu í samantekt á framættum sínum
og niðjatali foreldra sinna.“2
Í Bernskuminningum sínum dregur Guðmundar upp hugþekka mynd
af því hvernig var að alast upp í Víkursveit á fyrstu áratugum liðinnar
1 Að mestu orðrétt úr greinargerð um verkefnið í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
1980, bls. 131–132.
2 Ófeigsfjarðarætt. Niðjatal Guðmundar Péturssonar bónda í Ófeigsfirði og kvenna hans El-
ísabetar Þorkelsdóttur og Sigrúnar Ásgeirsdóttur. Guðmundur Guðmundsson og Þor-
steinn Jónsson tóku saman. Reykjavík 1988, bls. 111.