Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 73
71
þær miklu þrautir er hún hafði þurft að líða og þær voru býsna
einkennilegar hugmyndirnar sem fóru um mitt litla höfuð í sam-
bandi við allt þetta, en sorgin var sár.
Bærinn okkar
Hann samanstóð að segja má af fjórum húseiningum þannig að
framþil voru fjögur og sneru mót um það bil suðaustri. Næst
suðvestri var baðstofuhúsið en því var þrískipt undir lofti. Við
framþil var tveggja stafgólfa (eða rúmlega það) gestastofa, lýst af
tveimur sex rúða gluggum á framþili. Þar inni var gestarúm sem
draga mátti sundur til hliðanna svo að tveir eða jafnvel þrír gætu
sofið í því. Borð var þar sem lengja mátti til endanna, einnig
dragkista (kommóða), nokkrir stólar og veggspegill. Þá var eld-
hús, um 2,5 stafgólf, með tveimur gluggum til suðvesturs. Stór
eldavél stóð við stofuþilið til hægri handar stofudyrum. Borð
var þar til að matast við með fram gluggavegg og annað lítið við
búrþil undir skilvindu. Niðurgrafinn kjallari var undir eldhúsinu
og voru þar hafðar slátur- og sýrutunnur ásamt fleiru matarkyns.
Hleri á hjörum var yfir stiganum niður í kjallarann en yfir hlera
þeim lá stigi upp í baðstofuna og þiljað kringum stigaopið og
gengið um dyr, sem hurð var fyrir, inn á baðstofuloftið. Við norð-
vesturgafl var búr, um 1,5 stafgólf, með sams konar glugga og í
stofu og eldhúsi. Í búrinu var ýmiss konar góðgæti. Man ég að
þar voru skyr- og súrmetissáir með sviðum, sauðarbringum, mag-
álum, lundaböggum, æðareggjum og fleiru. Stór kista var innan
við búrdyrnar. Í henni voru geymd brauð, kökur, sykur, ýmsar
kryddvörur og fleira. Einnig voru þar oft ein eða tvær áfengis-
flöskur, var það þó ekki mikið haft til daglegrar notkunar utan
hvað pabbi fékk sér stundum út í kaffið að morgni dags. Undir
glugganum var búrborðið en á því var brauð og annar matur
sneiddur niður til málsverða. Baðstofunni var skipt í tvennt. Tvö
stafgólf voru þiljuð af í suðausturenda hennar og voru þar fjögur
tveggja manna rúm. Sváfu þar foreldrar okkar, elsta systir mín,
Jensína, [og] nokkur börnin ásamt vinnukonu er Jórunn hét og
fylgt hafði móður okkar er hún kom, hið ágætasta dyggðahjú
sem var með okkur til dauðadags. Á stafnþili var sex rúða gluggi,
nokkru minni en stofugluggarnir, sem opna mátti. Laust borð
var undir glugganum og við það fjórir stólar. Einnig var minni