Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 81
79
mig í æsku minni sem varð til þess að rótfesta í mér þennan sí-
fellda ótta við að eitthvað svona lagað yrði á vegi mínum þegar síst
skyldi enda allt af verri tegundinni sem mér birtist þannig. Þó var
það eitt sinn að ég sá gamla konu í lifenda lífi rétt við hlið mér þar
sem engin kona var, sú gamla lá þá í rúmi sínu uppi í baðstofu er
ég sá hana frammi í skemmu. Mér brá ónotalega við þetta er hún
eins og þurrkaðist burtu fyrir augum mínum. Datt fyrst í hug að
hún væri nú skilin við en reyndar lifði hún á annað ár eftir þetta.
Já, margt er skrýtið í kýrhausnum, segir þar. Öll svona fyrirbæri
hurfu mér gjörsamlega upp úr 10–12 ára aldri en martröðin hef-
ur alltaf angrað mig til þessa dags, svona öðru hvoru. Þó er hér
ein undantekning en þá mun ég hafa verið orðinn 17 ára gamall.
Ég lá þá úti fyrir tófum norður á svokallaðri Strönd en á þeim
árum voru refaveiðar töluvert stundaðar þarna á vetrum og hafði
lengi verið. Lágum við þá á nóttum við klettatanga eða hleinar
hér og þar norður með sjónum eftir því hvar veiðilegast þótti í
það og það sinnið, stundum allt að tveggja stunda gang frá bæn-
um. Einnig höfðum við tvö skothús sérstaklega til þess búin að
sitja í þeim fyrir tófum ef þær fengjust til að sækja í agn sem lagt
var út fyrir þær. Verð var þá hátt á fallegum refaskinnum, allt að
300 krónur fyrir gott mórautt skinn en það voru miklir peningar
á þeim árum þegar kaup, t.d. hjá verslunum, var ekki nema 25
aurar fyrir tímann. Jæja, ég stóð nú þarna í klettaskoru þar sem
lítið bar á mér skammt ofan við fjöruna. Norðaustanstormur var
af hafi og nokkurt brim sem hafði barið upp krap og snjó í allháa
hrönn við efsta flæðarmál en slíka hrönn kölluðum við móð eða
fjörumóð. Þegar ég hafði staðið þarna í skorunni 3–4 tíma sá ég
hvar mórauð tófa kom valhoppandi eftir móðnum og fór mjög
krókótt, ég þreif byssuna en lágfótu bar hratt að og var komin í
dauðafæri er ég var tilbúinn að skjóta en þá er hún allt í einu
horfin og á þeim stað er hún gat ekki hafa skotist bak við neitt. Ég
varð mjög undrandi en þaut svo niður á móðinn til að svipast um
eftir förum í snjónum og hvert hún hefði getað farið úr sjónmáli
en þar sáust engin för sem hefðu þó átt að sjást því snjór var þarna
nýfallinn og mjúkur. Þegar ég er rétt kominn upp í skoruna mína
aftur og er að velta þessum undrum fyrir mér birtist mér þá ekki
sama sýnin aftur, mórauð tófa kemur valhoppandi sömu leið og
hin fyrri og þræðir nákvæmlega sömu krókana að því er virðist.