Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 82

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 82
80 Þegar hún er komin á nákvæmlega sama blettinn og hin fyrri var á er hún hvarf mér ríður skotið af hjá mér en því miður tókst mér ekki að hitta sem skyldi. Eitthvað hafði veslingurinn þó særst því blóð sást í slóð hennar sem ég rakti hátt upp í fjallshlíð eða svo hátt sem ég komst fyrir bratta og hálku án þess þó að sjá hana framar. Þetta sem hér hefur verið frá greint mun varla þykja í frásögur færandi, svo mikið hefur verið rætt og ritað um þessi mál af mér vitrari og fróðari mönnum. En því er ég að segja frá þessu að þetta eru bernskuminningar mínar og ekki þær auðgleymanleg- ustu. Ég var alinn upp við mikla heimilisguðrækni þar sem hús- lestrar með viðeigandi sálmasöng voru lesnir á hverjum helgidegi árið út og á vetrum hugvekjur á hverju kvöldi og passíusálmar sungnir um föstuna. Þrátt fyrir allt þetta guðrækilega uppeldi og eigin reynslu í dulrænum efnum var það svo með mig að ég gat aldrei orðið neinn trúmaður á sannkristilega vísu. Hefi alltaf verið efagjarn í þeim efnum, jafnvel um framhaldslíf eftir dauðann þar eð mér finnst það ekki samræmast vel lögmálum náttúrunnar, einnig varla æskilegt þar eð ég tel að lífi muni ávallt fylgja þjáning og sorg og því fremur sem það þroskast til meiri skilnings á hörm- ungum lífsins, bæði manna og dýra. Það eitt að skilja þetta lögmál lífsins hlýtur alltaf að verða hverri þroskaðri hugsun sífellt harms- efni hvort sem hún hefur aðsetur hér á þessari jörð eða annars staðar í tilverunni. Þetta táknar þó ekki það að ég neiti afdráttar- laust nokkrum möguleikum í þessum efnum enda væri það þá trú, aðeins með öfugu formerki. En fullkomnar sannanir eða af- sannanir framhaldslífs held ég að hafi enn ekki fram komið enda kannski best framvindu lífsins vegna að slíkar komi ekki. Ég hefi skráð þessar hugrenningar mínar vegna þess sem fyrr var ritað um dulsýnir mínar. Fólkið heima Alltaf var nokkuð margt fólk í heimili okkar, sjaldan færra en 20 manns og stundum fleira, einkum á vorin og sumrin er mest var umleikis. Við börnin vorum þá átta heima. Elst var hálfsystir okkar, Jensína Guðrún, f. 25. nóvember 1875, en hún hafði mestan veg og vanda af uppeldi okkar og námi undir fermingu enda hafði hún verið á kvennaskóla í Ytri-Ey og á hús-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.