Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 83
81
mæðraskóla í Reykjavík. Hún giftist síðar Sigurgeiri, fyrrverandi
skólastjóra á Heydalsá, síðar kaupmanni á Óspakseyri. Yngri hálf-
systirin, Elísabet, f. 31. desember 1878, var þá farin að heiman
sem fyrr sagði, gift Guðmundi, bónda á Melum, Guðmundssyni,
Jónssonar Guðmundssonar. Þau voru því þremenningar að skyld-
leika. Elstur okkar alsystkinanna var Torfi Þorkell, f. 1. febrúar
1889, síðar verslunarstjóri á Norðurfirði, en hann lauk afburða-
prófi við Verslunarskóla Íslands vorið 1910 en lést fyrir aldur
fram á Vífilsstöðum 22. júní 1922. Næstur var Pétur, f. 4. mars
1890. Var bóndi í Ófeigsfirði frá 1911 til 1965 er hann fluttist
suður í Kópavog. Var allmörg ár skipstjóri á hákarlaveiðum er
hann stundaði með búskapnum og gegndi einnig ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir sveit sína. Þá var Ásgeir, f. 30. september 1891,
lengi bóndi á Krossnesi en fluttist til Akraness 1943. Var um átta
ára skeið kaupfélagsstjóri á Norðurfirði, búfræðingur að mennt.
Hallfríður Guðrún var elst yngri systranna, f. 28. júlí 1893, átti
Sturlaug Sigurðsson, skipstjóra frá Ísafirði, síðar skipasmið í
Reykjavík. Ragnheiður Sigurey, f. 24. ágúst 1894, átti Guðbrand
búfræðing Björnsson frá Smáhömrum, bjuggu á Heydalsá. Svo
er sá er þetta ritar, f. 20. nóvember 1898, lengi sjómaður í
Reykjavík. Yngst var Sigríður Þórunn, f. 23. janúar 1900, en hún
stóð fyrir búi föður okkar frá 1915 uns hann lést. Bjó eftir það
í Ófeigsfirði og giftist Sveinbirni búfræðingi Guðmundssyni frá
Þorfinnsstöðum í Önundarfirði. Elst heimilisfólksins á fyrsta
tug aldarinnar var Jensína Óladóttir, Jenssonar Viborg, en hún
var móðir fyrri konu pabba, Elísabetar Þorkelsdóttur. Jensína
andaðist 1911, 85 ára, en Elísabet 1885, 34 ára. Þá voru móður-
foreldrar mínir, Ásgeir Sigurðsson, áður bóndi og hreppstjóri á
Heydalsá, [og Guðrún Sakaríasdóttir]. Þau höfðu flust norður
til okkar er þau hættu búskap 1899 og dvöldust hjá okkur til
æviloka. Afi lést 1915, 80 ára gamall, og hafði þá verið blindur
í nokkur ár. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, bóndi á
Borgum í Hrútafirði, og kona hans, Ingibjörg Þorsteinsdóttir
prests Einarssonar á Staðarhrauni. Guðrún amma lifði til 1926
og varð 86 ára. Hún var dóttir Sakaríasar Jóhannssonar prests
Bergsveinssonar og konu hans, Ragnheiðar Einarsdóttur, bónda
og dannebrogsmanns á Kollafjarðarnesi. Þegar móðir okkar
kom norður til pabba, en hún var þá ung stúlka (16–17 ára),