Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 84

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 84
82 sendu foreldrar hennar með henni trausta stúlku er Jórunn hét, Gunnlaugsdóttir, ættuð úr Geiradal í Barðastrandarsýslu. Jórunn var einstakt dyggðahjú og okkur börnunum sem önnur móðir. Ég man að hún fór alltaf fyrst á fætur á morgnana, að minnsta kosti á vetrum, hitaði kaffið og færði öllum í rúmið um sjöleytið og ég held að hún hafi oftast verið síðust í rúmið á kvöldin. Jórunn var hjá okkur til æviloka, lést eftir langa og þjáningafulla legu á áttræðisaldri árið 1910. Tvær mæðgur, Sigríður Jónsdóttir frá Litlu-Ávík og dóttir hennar, Steinunn Hjálmarsdóttir, voru vinnukonur á heimilinu frá því fyrir mitt minni og fram á annan tug aldarinnar eða uns Steinunn giftist frænda okkar, Guðmundi Guðmundssyni frá Bæ í Trékyllisvík, og [þau] fóru að búa þar. Á þessum árum, nokkru fyrir fyrra stríð, kom ung stúlka á heimilið í vinnumennsku, Elín Elísabet Jensdóttir frá Víganesi, og var þar eitthvað fram á þriðja tug aldarinnar. Með henni eignaðist pabbi son er Böðvar heitir, f. 4. júní 1921. Hann ólst upp í Ófeigsfirði til tvítugsaldurs en missti þá heilsuna og hefur dvalist hér sunnanlands, lengst af í Reykjavík og Hveragerði, og langtímum saman undir læknishendi. Kaupakonur voru minnst ein og stundum tvær um annatímana. Vinnumenn voru oftast þrír auk okkar bræðranna eftir því sem við komumst í gagnið. Jón Arngrímsson hafði verið hjá pabba frá því fyrir aldamót og var alla tíð síðan á heimilinu til æviloka 1951 er hann lést í hárri elli. Jón var alveg einstakur dyggða- og dugnaðarmaður, afburða verkmaður bæði að vandvirkni og afköstum, sérlegt snyrtimenni í allri umgengni úti sem inni. Hann var líka alltaf jafn ljúfur og góður leiðbeinandi okkur bræðrunum í öllum vinnubrögðum og háttum. Á æskuárum mínum og fram um miðjan annan tug aldarinnar gat pabbi sjaldan verið heima vegna ýmissa anna utan heimilisins. Hann var þá framkvæmdastjóri Verslunarfélags Norðurfjarðar og þurfti því að gegna störfum sínum þar, sér- staklega á sumrum, og gat því sjaldan skroppið heim nema þá um helgar. Ýmis önnur störf hafði hann og með höndum svo sem fyrir hreppsfélagið auk hákarlaróðranna á Ófeigi, sem hann stundaði jafnan á útmánuðum, og viðarflutninganna á vorin í önnur héruð, t.d. [til] Skagastrandar, Blönduóss og víðar. Ókunnugir spurðu hann stundum að því hvernig hann gæti verið svona fjarvistum frá heimilinu og svarið var jafnan að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.