Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 88
86
skíðin valinn rauðaviður eða eik af rekanum. Til þess að fá beygj-
ur á framenda þeirra voru endarnir hitaðir í sjóðheitu vatni og
þeim síðan stungið í sjálfheldu og sveigðir sem þurfa þótti. Þann-
ig voru skíðin látin vera í beygjunni uns viðurinn var aftur orðinn
vel þurr og hélst þá beygjan úr því þótt tekinn væri úr sjálfheld-
unni. Fram af bæjarhólnum var dálítil brekka, misjafnlega kröpp
eftir því hvar farið var. Þessi brekka var því tilvalin fyrir litlu krakk-
ana að æfa sig í á skíðunum enda óspart notuð. Fyrir þá stærri og
æfðari voru nógar erfiðari brekkur í hjöllum og hlíðum, nær og
fjær. Aldrei var notaður nema einn stafur í skíðaferðum. Full-
orðnir höfðu alltaf broddstaf, 3–4 álna langan. Hólkur var á neðri
enda stafsins svo að tréð klofnaði ekki út frá broddinum sem stóð
um 4–5 þumlunga niður úr trénu og álíka langt upp í það. Þessir
stafir voru úr góðum viði og allsterkir, svona fullir 3 cm í þvermál.
Voru þeir notaðir til stuðnings á göngu, sérstaklega upp í móti,
en einnig í rennsli niður brattar brekkur og ekki síst komu þeir í
góðar þarfir þegar yfir ís á vötnum eða ám þurfti að fara. Var þá
styrkur íssins jafnan reyndur með stafnum og var svellið talið
mannhelt ef broddur stafsins gekk ekki niður úr því í einu eða
tveim vænum höggum. Tábrögð skíðanna voru höfð það þröng
að fóturinn átti ekki að geta fest í þeim. Var talið hættulegt, yrði
maðurinn fyrir byltu, ef skíðin losnuðu ekki af fótunum en tá-
brögðin voru úr mjóum leðurrenningum. Mjög var þetta frum-
stæður skíðaútbúnaður samanborið við það sem nú tíðkast enda
þekktust þá ekki heldur nema heimagerðir skinnskór til notkunar
utandyra. Aðeins fullorðnir og unglingar komnir undir fermingu
áttu útlenda skó og þó ekki nærri allir og slíkir skór aðeins not-
aðir við meiri háttar tækifæri.
Fágætt var að um nothæft svell væri að ræða heima við hjá
okkur. Var það helst á haustin í fyrstu frostum að gott svell var á
Óskatjörn er fyrr var nefnd en venjulegast fennti fljótlega á það
og lá það þá tíðast undir snjó mestan hluta vetrarins uns leysa tók
á vorin. Það var því lítið um skautaiðkanir hjá okkur krökkunum
en eitthvað vorum við þó, þegar best var með svellin, að bjástra á
heimagerðum skautanefnum sem við reyndum að binda sem fast-
ast undir skinnskóna en voru þó alltaf hálflausir. Svo var það, lík-
lega haustið 1909, að ég fékk að fara með pabba til Ísafjarðar á
strandferðaskipinu Skálholti. Stönsuðum við nokkra daga í bæn-