Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 94

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 94
92 þá sem ætluðu vestur að Djúpi, yfir Ófeigsfjarðarheiði. Það var því tíðast að gestir, sem til okkar komu, gistu hjá okkur næturlangt og stundum lengur þegar tíðarfar var viðsjált. Annars var ekki hægt að segja að gestakomur væru tíðar enda staðurinn þannig í sveit settur að heita mátti að hann væri endastöð til norðurs þess svæð- is okkar er bæjarleiðir voru nokkuð skaplega langar milli bæja, en ýmsir áttu þó jafnan erindi að rækja við pabba er hann var heima svo að einangrunar gætti lítt enda heimilisfólk margt sem fyrr gat. Hljóðfæri held ég að engin hafi verið í hreppnum fyrir 1908 nema nokkrar einfaldar harmóníkur sem fáeinir menn gátu leik- ið á fyrir dansi þegar tiltækir voru, annars voru lögin bara trölluð og sungin þegar dansað var. Ferðalög Fyrr í þessum þáttum mínum gat ég þess að ég hefði fengið að fara með föður mínum til Ísafjarðar haustið 1909. Þar eð þessi ferð mun hafa verið mín fyrsta út fyrir mörk minnar fæðingar- sveitar ætla ég að segja lítils háttar frá heimferð okkar frá Ísafirði. Það mun hafa verið um miðjan nóvember að við lögðum af stað frá Ísafirði með litlum vélbáti sem mig minnir að héti May, lík- lega 10–12 lestir að stærð. Mun bátur þessi hafa verið notaður í og með til póstferða um Djúpið. Vindsveljandi var inn Djúpið en það vestanstæður að við gátum haft uppi segl. Báturinn fór ekki nema að Hesteyri um kvöldið svo við gistum í góðu yfirlæti hjá lækninum sem mig minnir að héti Jón. Snemma næsta morgun fórum við með bátnum til Dynjanda í Leirufirði, þaðan gangandi yfir háls til Hrafnsfjarðar og síðan yfir Skorarheiði í Furufjörð á Ströndum. Fengum við þar ágæta gistingu hjá Árna bónda og konu hans. Fylgdi bóndi okkur morguninn eftir upp á Svart[a]- skarðsheiði sem er brattur og hár fjallvegur milli Furufjarðar og Þaralátursfjarðar en heiðin sjálf, þegar upp er komið, örstutt. Úr Þaralátursfirði gengum við yfir lágan háls til Reykjarfjarðar. Þáðum við þar einnig ágætar móttökur og gistingu hjá þeim sæmdarhjónum Benedikt Hermannssyni og konu hans, Ketilríði Jóhannsdóttur. Næsta dag var svo haldið að Dröngum með við- komu og kaffidrykkju í Skjaldabjarnarvík sem var nyrsta byggð í Strandasýslu en er nú löngu komin í eyði eins og aðrir þeir bæir er hér verða nefndir. Í Skjaldabjarnarvík var þá tvíbýli. Bjuggu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.