Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 94
92
þá sem ætluðu vestur að Djúpi, yfir Ófeigsfjarðarheiði. Það var því
tíðast að gestir, sem til okkar komu, gistu hjá okkur næturlangt og
stundum lengur þegar tíðarfar var viðsjált. Annars var ekki hægt
að segja að gestakomur væru tíðar enda staðurinn þannig í sveit
settur að heita mátti að hann væri endastöð til norðurs þess svæð-
is okkar er bæjarleiðir voru nokkuð skaplega langar milli bæja, en
ýmsir áttu þó jafnan erindi að rækja við pabba er hann var heima
svo að einangrunar gætti lítt enda heimilisfólk margt sem fyrr gat.
Hljóðfæri held ég að engin hafi verið í hreppnum fyrir 1908
nema nokkrar einfaldar harmóníkur sem fáeinir menn gátu leik-
ið á fyrir dansi þegar tiltækir voru, annars voru lögin bara trölluð
og sungin þegar dansað var.
Ferðalög
Fyrr í þessum þáttum mínum gat ég þess að ég hefði fengið að
fara með föður mínum til Ísafjarðar haustið 1909. Þar eð þessi
ferð mun hafa verið mín fyrsta út fyrir mörk minnar fæðingar-
sveitar ætla ég að segja lítils háttar frá heimferð okkar frá Ísafirði.
Það mun hafa verið um miðjan nóvember að við lögðum af stað
frá Ísafirði með litlum vélbáti sem mig minnir að héti May, lík-
lega 10–12 lestir að stærð. Mun bátur þessi hafa verið notaður í
og með til póstferða um Djúpið. Vindsveljandi var inn Djúpið en
það vestanstæður að við gátum haft uppi segl. Báturinn fór ekki
nema að Hesteyri um kvöldið svo við gistum í góðu yfirlæti hjá
lækninum sem mig minnir að héti Jón. Snemma næsta morgun
fórum við með bátnum til Dynjanda í Leirufirði, þaðan gangandi
yfir háls til Hrafnsfjarðar og síðan yfir Skorarheiði í Furufjörð á
Ströndum. Fengum við þar ágæta gistingu hjá Árna bónda og
konu hans. Fylgdi bóndi okkur morguninn eftir upp á Svart[a]-
skarðsheiði sem er brattur og hár fjallvegur milli Furufjarðar og
Þaralátursfjarðar en heiðin sjálf, þegar upp er komið, örstutt.
Úr Þaralátursfirði gengum við yfir lágan háls til Reykjarfjarðar.
Þáðum við þar einnig ágætar móttökur og gistingu hjá þeim
sæmdarhjónum Benedikt Hermannssyni og konu hans, Ketilríði
Jóhannsdóttur. Næsta dag var svo haldið að Dröngum með við-
komu og kaffidrykkju í Skjaldabjarnarvík sem var nyrsta byggð í
Strandasýslu en er nú löngu komin í eyði eins og aðrir þeir bæir
er hér verða nefndir. Í Skjaldabjarnarvík var þá tvíbýli. Bjuggu