Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 99

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 99
97 hákarlaróðrunum en þau voru stór pottur með allstóru gati á botninum. Var hann látinn standa á járnplötu, vel skorðaður, og eldurinn hafður í honum sem hitað var yfir í katli eða potti. Við lögðum af stað heimleiðis um lágnætti. Var þá logn og rerum við út með landi langleiðina út undir Kálfshamarsvík. Nokkra haföldu lagði inn Flóann á móti okkur en þetta er alllöng leið og var kallað að róa undir vind því búist var við að vind mundi leggja inn Flóann síðdegis sem rétt reyndist svo við gátum siglt þægilegan beitivind vestur yfir síðari hluta dagsins og náðum heim næstu nótt. Eftir þetta fór ég margar ferðir með pabba og Pétri í viðar- flutningum á Ófeigi, þar á meðal eina inn með Vatnsnesi austan- verðu. Losuðum við þá annan helming farmsins á Valdalæk en hinn við Sigríðarstaðaós. Alls staðar þar sem við komum í þessum ferðum okkar fengum við ágætar viðtökur og á báðum þessum bæjum vorum við boðnir til að þiggja góðgerðir. Ekki man ég þó nú hvað bóndinn á Valdalæk hét en mig minnir að sá er fékk viðinn í Sigríðarstaðaós hafi verið Eggert Levy hreppstjóri á Ósum. Líklega hefur það verið sumarið 1911 sem ég fékk að fara á sundnámskeið í Reykjanesi við Djúp. Pétur hafði lært þar að synda 2–3 árum áður og hafði það vakið hjá mér mikinn áhuga á sundi enda mikið buslað í sjónum við sandinn fram undan bæn- um. Ég fór með skipi, líklega Skálholti, frá Norðurfirði til Ísa- fjarðar, beið þar nokkra daga eftir því að námskeið hæfist. Var síðan haldið, í hópi Ísafjarðardrengjanna og kennarans, inn í Reykjanes með skipi Ásgeirsverslunar, Litla-Ásgeiri. Meðan ég beið á Ísafirði var ég í fæði og húsnæði hjá þeim góðu hjónum Katli og Guðrúnu í Smiðjugötu 11, tengdaforeldrum Péturs bróð- ur míns. Við urðum að búa við skrínukost þarna í Reykjanesinu því að engin var matráðskonan. Hafði ég því haft með mér að heiman koffort með ýmsum heimamat í, þeim er best geymdist, svo sem hangiket, flatkökur, smjör og fleira. Átti ég svo að bæta við birgðirnar á Ísafirði því er mér þætti á vanta en það urðu þá mest gómsætar bakarískökur sem ég taldi þarflegastar til viðbótar. Hafragrautur var sameiginlegur og elduðu hann til skiptist elstu og færustu matgerðarsnillingarnir. Bóndinn í Reykjarfirði, sem mig minnir að héti Ólafur, seldi okkur mjólk er hann færði okkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.