Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 101

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 101
99 um vik að sanna af eða á í þeim efnum. Nokkur huggun var mér þó í því að drengirnir frá Ísafirði voru sammála um það að ekki hefði sést nokkurt upphlaup á mér fyrstu skiptin sem þeir sáu mig nakinn. Allt mun þetta hafa eigi að síður stuðlað að óyndi því er yfir mig kom þarna og endaði með því að ég lagði af stað heim- leiðis sömu leið og ég kom, lítt syndur nema helst á bringu og baki. Svo fór um sjóferð þá. Guðmundur kennari kenndi okkur einnig svokallaða Möllersaðferð í leikfimi eða öllu heldur líkams- æfingum, einnig svolítið í glímu og glímubrögðum. En um lúsina er það að segja að hún var nú ekki fáséð á Íslandi á þeim árum og höfðu Strandamenn ekki of gott orð á sér í þeim efnum meðal annarra landsmanna þótt ósannað sé með öllu að ástandið þar hafi verið verra en í ýmsum öðrum héruðum landsins. Mér þótti því sérlega leitt ef ég yrði til þess að skjóta stoðum undir slíkar skoðanir ókunnugra á sveitungum mínum. Vorið 1912 fór ég og Ásgeir, bróðir minn, með fjárrekstur inn að Felli í Kollafirði. Þetta voru 20 ær, loðnar og lembdar, sem voru hluti móðurarfs hálfsystur okkar, Jensínu, en hún var þá gift Sig- urgeiri Ásgeirssyni, móðurbróður okkar, en þau bjuggu þá á Felli. Rákum við féð fram Húsárdal, en svo heitir dalur er liggur inn frá Ófeigsfirði, en síðan fjallasýn inn að Steingrímsfirði. Fórum við vestan við Búrfell (697 m) yfir svonefnt Búrfellstagl. Veður var bjart, hægur vindur en nokkurt frost, snjór yfir allt og harðfenni svo að göngufæri var gott. Náðum við að Grænanesi, innsta bæ norðan Steingrímsfjarðar, um kvöldið og fengum þar ágæta gist- ingu. Daginn eftir komumst við að Felli með féð, dvöldum þar í einn eða tvo daga í góðu yfirlæti hjá systur okkar og mági áður en við héldum heim á leið aftur. Á heimleiðinni stönsuðum við tvo daga í Tröllatungu, hjá þeim heiðurshjónum Jóni Jónssyni og Halldóru Jónsdóttur, og mun Ásgeir þá hafa fest sér þar konu- efnið, dóttur þeirra hjóna, Valgerði. Heim fórum við svo á einum degi, sömu leið og við fórum inn eftir. Tvær aðrar gönguferðir fór ég inn eftir sýslunni, aðra veturinn 1913, á útmánuðum. Var ég þá tveggja mánaða tíma á Felli, í eins konar framhaldsnámi, hjá mági mínum, Sigurgeiri. Man ég sér- staklega eftir heimferðinni en Sigurgeir fylgdi mér alla leið norð- ur. Við fórum fyrst að Smáhömrum og gistum þar en morguninn eftir fengum við okkur flutta yfir fjörðinn að Drangsnesi. Gengum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.