Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 101
99
um vik að sanna af eða á í þeim efnum. Nokkur huggun var mér
þó í því að drengirnir frá Ísafirði voru sammála um það að ekki
hefði sést nokkurt upphlaup á mér fyrstu skiptin sem þeir sáu mig
nakinn. Allt mun þetta hafa eigi að síður stuðlað að óyndi því er
yfir mig kom þarna og endaði með því að ég lagði af stað heim-
leiðis sömu leið og ég kom, lítt syndur nema helst á bringu og
baki. Svo fór um sjóferð þá. Guðmundur kennari kenndi okkur
einnig svokallaða Möllersaðferð í leikfimi eða öllu heldur líkams-
æfingum, einnig svolítið í glímu og glímubrögðum. En um lúsina
er það að segja að hún var nú ekki fáséð á Íslandi á þeim árum og
höfðu Strandamenn ekki of gott orð á sér í þeim efnum meðal
annarra landsmanna þótt ósannað sé með öllu að ástandið þar
hafi verið verra en í ýmsum öðrum héruðum landsins. Mér þótti
því sérlega leitt ef ég yrði til þess að skjóta stoðum undir slíkar
skoðanir ókunnugra á sveitungum mínum.
Vorið 1912 fór ég og Ásgeir, bróðir minn, með fjárrekstur inn
að Felli í Kollafirði. Þetta voru 20 ær, loðnar og lembdar, sem voru
hluti móðurarfs hálfsystur okkar, Jensínu, en hún var þá gift Sig-
urgeiri Ásgeirssyni, móðurbróður okkar, en þau bjuggu þá á Felli.
Rákum við féð fram Húsárdal, en svo heitir dalur er liggur inn frá
Ófeigsfirði, en síðan fjallasýn inn að Steingrímsfirði. Fórum við
vestan við Búrfell (697 m) yfir svonefnt Búrfellstagl. Veður var
bjart, hægur vindur en nokkurt frost, snjór yfir allt og harðfenni
svo að göngufæri var gott. Náðum við að Grænanesi, innsta bæ
norðan Steingrímsfjarðar, um kvöldið og fengum þar ágæta gist-
ingu. Daginn eftir komumst við að Felli með féð, dvöldum þar í
einn eða tvo daga í góðu yfirlæti hjá systur okkar og mági áður en
við héldum heim á leið aftur. Á heimleiðinni stönsuðum við tvo
daga í Tröllatungu, hjá þeim heiðurshjónum Jóni Jónssyni og
Halldóru Jónsdóttur, og mun Ásgeir þá hafa fest sér þar konu-
efnið, dóttur þeirra hjóna, Valgerði. Heim fórum við svo á einum
degi, sömu leið og við fórum inn eftir.
Tvær aðrar gönguferðir fór ég inn eftir sýslunni, aðra veturinn
1913, á útmánuðum. Var ég þá tveggja mánaða tíma á Felli, í eins
konar framhaldsnámi, hjá mági mínum, Sigurgeiri. Man ég sér-
staklega eftir heimferðinni en Sigurgeir fylgdi mér alla leið norð-
ur. Við fórum fyrst að Smáhömrum og gistum þar en morguninn
eftir fengum við okkur flutta yfir fjörðinn að Drangsnesi. Gengum