Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 103

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 103
101 Eftir lesturinn var gengið að súkkulaði- og kaffidrykkju sem framreitt var ásamt ýmiss konar meðlæti á langborðum í gesta- stofunni. Þegar drykkju lauk og fólk hafði jafnað sig var rýmt til í stofunni, gengið í kringum jólatréð og sungnir jólasálmar og ætt- jarðarljóð. Jólatréð hafði pabbi smíðað úr rekavið. Var stofninn margstrendur, svona 1,5 metra hár og borholur í flötunum til að festa í álmunum er báru kertin. Álmurnar voru 18, þær lengstu festar neðst en þær stystu efst, og voru höfð þrjú lítil kerti á hverri álmu. Þessi litlu kerti voru innflutt, keypt í versluninni á Norðurfirði, ýmislega lit, hvít, gul, græn, blá og rauð. Í efri enda bolsins eða stofnsins var hola sem heimagerðu þríkerti (kónga- ljós) var fest í. Voru því alls 57 ljósin á trénu. Kerti til jólanna og heimilisnotkunar yfirleitt voru ávallt steypt einhvern daginn fyrir jólin. Var smjörstrokkurinn notaður til að steypa þau í, hann fylltur af sjóðheitu vatni og bráðinni tólg, kveikjuþráðunum dyfið í feitina þrem í senn festum við mjóa spýturenglu er náði vel út fyrir strokkbarmana. Spýtan með kveikjunum síðan færð yfir á stengur (hrífusköft) er lágu milli stóla eða bekkja þar sem feitin storknaði meðan umferðinni lauk og önnur hófst. Þannig haldið áfram uns kertin voru orðin hæfilega digur. Oftast held ég að hafi verið steypt þannig 2–3 hundruð kerti fyrir hver jól. Ekki held ég að hafi verið mikið um jólagjafir á fyrstu tveim tugum aldarinnar eins og nú tíðkast, þó var öllum bjargað frá jólakettinum með einhvers konar flík og nokkrum kertum, bæði heimagerðum og útlendum. Öllum var úthlutað svokölluðum „stóraskammti“ á jóladag. Var hann ætlaður sem algjör aukageta er fólk gæti gripið í eftir hentugleikum. Þetta var aðallega hangikjöt, magálar, síður og bringur svo og flatkökur, harðfiskur, smjör og kæfa. Þetta geymdist allt vel svo að sumir gátu lumað á þessu fram eftir öllum vetri, jafnvel allt að páskum, enda vel úti- látið. Sultur í búi held ég að aldrei hafi verið hjá pabba, hvorki hjá mönnum né skepnum. Á jóladag var jafnan sunginn sálmurinn „Í dag er glatt í döpr- um hjörtum“, en ekki man ég í hvaða postillu venjulega var lesið en mér þóttu lestrarnir langir og erfitt að sitja þegjandi og kyrr undir þeim lestrum en stöku sinnum var lesið í Péturspostillu og fannst mér hún skárri, líklega hafa lestrarnir í henni verið heldur styttri. Um kvöldið var farið í jólaleiki með ýmiss konar tilbrigðum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.