Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 104

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 104
102 sem ég hirði ekki að greina. Ef gott veður var á jóladaginn var oft leikið sér úti á skíðum væri gott skíðafæri. Var þá stundum farið upp í Sýrárdal en þar mátti fá góðar og langar skíðabrekkur. Á annan dag jóla var flest með svipuðum hætti og þann fyrri nema þá var oft spilað mikið á spil. Gamlárskvöld var í bernsku minni eitt mesta tilhlökkunarkvöld ársins því að þá var jafnan mikil brenna, „árið brennt út“ í miklu báli ef veður leyfði, annars á þrettándadagskvöld, afmælisdegi pabba. Á milli jóla og nýárs var hreykt upp miklum rekaviðar- hrauk á holti rétt norðan túngarðsins. Voru gjarnan hafðar með í hrauknum ein eða tvær aflóga tunnur undan grút eða tjöru til að gera bálið líflegra. Trérengla var látin standa upp úr kestinum og við efri enda hennar var fest samanvöðluðum strigapoka, vel bleyttum í tjöru. Kvöldið byrjaði á sama hátt og aðfangadagskvöld, með guðsþjónustu og súkkulaði- og kaffidrykkju. Síðan fórum við yngra fólkið að hlaupa með blysin okkar í kringum bæinn og út um túnið en blysin höfðum við útbúið fyrr um daginn. Þau voru þannig að strigadruslu, vel tjöruborinni, var vafið um enda tré- spíru eða hrífuskafts. Gat logað lengi í þessu væri vel frá tuskunni gengið. Kirjuðum við þá alla álfasöngva sem við kunnum, hver með sínu nefi, og þóttumst vera álfar í búflutningum. Á ellefta tímanum um kvöldið var kveikt í viðarkestinum á holtinu. Safnað- ist þá allt rólfært fólk þangað, söng álfa- og ættjarðarsöngva og að síðustu „Nú árið er liðið í aldanna skaut“. Alltaf þótti sjálfsagt að skjóta nokkrum púðurskotum í lokin. Nýársdagur var haldinn hátíðlegur á svipaðan hátt og jóladag- ur, mikið spilað ef ekki var veður til útileikja eða skíðaferða. Sama var að segja um páska, hvítasunnu og sumardaginn fyrsta sem í mínum augum var ætíð í tölu stórhátíða. Aðrir aukahelgidagar voru mér sem venjulegir sunnudagar. Í sambandi við jólahaldið skal þess enn fremur getið að jafnan var séð um að nýtt ket gæti verið á borðum um hátíðirnar, jól og nýár. Voru nokkrar kindur, venjulega lömb, látnar ganga í Hrútey, sem er aðalvarpland jarðarinnar, einn til tvo mánuði fyrir jólin. Voru þær þá orðnar vel feitar þegar þeim var slátrað daginn fyrir Þorláksmessu því í eyjunni er kjarngóð eyjataða og skarfakál en í þá daga var feitt ket ekki bannfært.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.