Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 105
103
Töðugjöld voru jafnan á fyrsta sunnudegi eftir að taða fyrri tún-
sláttar var fullhirt. Hafði þá geldri á verið slátrað á laugardeginum
til sunnudagssteikarinnar. Stundum var tekinn í þetta vænn tví-
lembingur ef mjög var orðið áliðið sumars sem oft gat verið því
óþurrkasumur eru tíð á Ströndum. Töðugjaldadaginn voru kökur
alltaf bornar með kaffinu. Þetta var því hálfgildings hátíð hjá
okkur, einkum yngra fólkinu.
Meðlæti með kaffi var yfirleitt ekki borið á rúmhelgum dögum
nema þá að einhver ætti afmæli eða gestir væru en hæfilega stór
kandísmoli var ávallt með á undirskálinni og rjómi í kaffinu. Hvít-
ur sykur, aðallega toppasykur, var aðeins notaður á helgum dög-
um, högginn í mola til notkunar með kaffi, en skafinn niður út á
pönnukökur. Annars var venjulega ekki mikið haft við á afmælis-
dögum okkar krakkanna né annarra og afmælisgjafir lítt tíðkaðar.
Pönnukökur munu þó venjulega hafa verið bakaðar þegar ein-
hver átti afmæli. Ég man þó eftir einni eftirminnilegri afmælis-
veislu en það var þegar haldið var upp á 30 ára afmæli hákarla-
skipsins Ófeigs. Þetta var líklega í nóvember 1905 þegar allar
haustannir voru hjá liðnar. Allir skipverjar, er verið höfðu að há-
karlaveiðum á Ófeigi og lífs voru, voru boðnir í þessa veislu ásamt
konum þeirra er kvæntir voru en á skipinu voru tíðast 11–12
menn er það var á hákarli. Að sjálfsögðu voru veitingar nógar, þar
á meðal vín sem hver vildi. Var mest drukkið rommpúns sem
menn jusu í glös sín úr stórum súpuskálum eftir þörfum. Einnig
var drukkið ákavíti og koníak en konur dreyptu í sérrí. Ég man að
sumir karlarnir gerðust allhreifir er leið á kvöldið en gleðskapur-
inn stóð víst fram á morgun þótt ég væri þá löngu sofnaður þegar
honum lauk. Ekki minnist ég að talað væri um að nokkur hefði
orðið ofurölvi nema einn maður er lagður hafði verið í rúm í bað-
stofunni þannig á sig kominn og sat kona hans yfir honum þegar
ég vaknaði um morguninn. Allt hafði þetta farið vel fram og
engin illindi en mikið sungnir sjómanna- og ættjarðarsöngvar.
Í þessari veislu mun ég í fyrsta sinni hafa komist áþreifanlega í
tæri við áfengi, þá tæpra sjö ára gamall. En þannig mun hafa
staðið á því að ég komst í tæmdu flöskurnar og tottaði úr þeim
dreggjarnar án þess að eftir því væri tekið af þeim eldri og vitrari
fyrr en ég var kominn upp á borðið í tilferð með að hoppa á milli