Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 105

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 105
103 Töðugjöld voru jafnan á fyrsta sunnudegi eftir að taða fyrri tún- sláttar var fullhirt. Hafði þá geldri á verið slátrað á laugardeginum til sunnudagssteikarinnar. Stundum var tekinn í þetta vænn tví- lembingur ef mjög var orðið áliðið sumars sem oft gat verið því óþurrkasumur eru tíð á Ströndum. Töðugjaldadaginn voru kökur alltaf bornar með kaffinu. Þetta var því hálfgildings hátíð hjá okkur, einkum yngra fólkinu. Meðlæti með kaffi var yfirleitt ekki borið á rúmhelgum dögum nema þá að einhver ætti afmæli eða gestir væru en hæfilega stór kandísmoli var ávallt með á undirskálinni og rjómi í kaffinu. Hvít- ur sykur, aðallega toppasykur, var aðeins notaður á helgum dög- um, högginn í mola til notkunar með kaffi, en skafinn niður út á pönnukökur. Annars var venjulega ekki mikið haft við á afmælis- dögum okkar krakkanna né annarra og afmælisgjafir lítt tíðkaðar. Pönnukökur munu þó venjulega hafa verið bakaðar þegar ein- hver átti afmæli. Ég man þó eftir einni eftirminnilegri afmælis- veislu en það var þegar haldið var upp á 30 ára afmæli hákarla- skipsins Ófeigs. Þetta var líklega í nóvember 1905 þegar allar haustannir voru hjá liðnar. Allir skipverjar, er verið höfðu að há- karlaveiðum á Ófeigi og lífs voru, voru boðnir í þessa veislu ásamt konum þeirra er kvæntir voru en á skipinu voru tíðast 11–12 menn er það var á hákarli. Að sjálfsögðu voru veitingar nógar, þar á meðal vín sem hver vildi. Var mest drukkið rommpúns sem menn jusu í glös sín úr stórum súpuskálum eftir þörfum. Einnig var drukkið ákavíti og koníak en konur dreyptu í sérrí. Ég man að sumir karlarnir gerðust allhreifir er leið á kvöldið en gleðskapur- inn stóð víst fram á morgun þótt ég væri þá löngu sofnaður þegar honum lauk. Ekki minnist ég að talað væri um að nokkur hefði orðið ofurölvi nema einn maður er lagður hafði verið í rúm í bað- stofunni þannig á sig kominn og sat kona hans yfir honum þegar ég vaknaði um morguninn. Allt hafði þetta farið vel fram og engin illindi en mikið sungnir sjómanna- og ættjarðarsöngvar. Í þessari veislu mun ég í fyrsta sinni hafa komist áþreifanlega í tæri við áfengi, þá tæpra sjö ára gamall. En þannig mun hafa staðið á því að ég komst í tæmdu flöskurnar og tottaði úr þeim dreggjarnar án þess að eftir því væri tekið af þeim eldri og vitrari fyrr en ég var kominn upp á borðið í tilferð með að hoppa á milli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.