Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 106

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 106
104 drykkjarfanganna. Var ég þá fljótlega tekinn (fastur fyrir drykkju- læti) og háttaður niður í rúm og minni frammistöðu þar með lokið. Lesendur kunna að halda að ég ýki hér nokkuð um vínveiting- arnar en þess ber þá að gæta að á þessum árum, er hér um ræðir, var áfengi mjög ódýrt enda keypti pabbi þá alltaf lagartunnu af brennivíni og 40 potta kút af rommi á hverju ári auk annarra víntegunda. Drykkjuskapur var þó enginn á heimilinu og yfirleitt ekki í sveitinni, vín sjaldan haft um hönd nema þá að eitthvað sér- stakt bæri til. Faðir okkar var mikill hófsemdarmaður bæði við vín og annað, drakk aldrei meira en svo að rétt mátti merkja á honum áhrif þess en hann gaf oft flösku og flösku kunningjum sínum sem voru margir. Romm var einnig mikið notað til að krydda með selinn er saltaður var til hákarlabeitu. Annars var ekki undarlegt þótt faðir okkar héldi rausnarlega upp á afmæli þessa mikla happaskips, Ófeigs, sem enn um tíu ára skeið átti eftir að flytja drjúgan feng að landi án þess að nokkurn tímann yrði alvarlegt slys á áhöfn eða skipi. Auk þess var hann mikill rausnarmaður að eðlisfari og hafði nokkur efni á að vera það þótt ekki væri neinn stórauður þar í garði. Ekki man ég eftir nema einni brúðkaupsveislu sem ég var í á æskuárum mínum heima en talað heyrði ég um fleiri veislur í sveitinni. Bar þar hæst veislan er þau voru gefin saman í hjóna- band Hallfríður Jónsdóttir, frænka okkar í Stóru-Ávík, og Bene- dikt Sæmundsson frá Finnbogastöðum. Þetta mun hafa verið um 1906–1908 og var lengi orð á því haft hve mikið fjölmenni hefði þar verið, um 80 boðsgestir, veitingar rausnarlegar og mikill gleð- skapur. Heima hjá okkur var tvenndabrúðkaup sumarið 1911, 6. júlí. Það var þegar hálfsystir okkar, Jensína, giftist Sigurgeiri Ásgeirs- syni frá Heydalsá en hann var bróðir móður okkar yngri systkin- anna og Pétur, bróðir okkar, kvæntist Ingibjörgu Ketilsdóttur frá Ísafirði. Þennan júlídag var veður blítt, hæg vestlæg átt með sól- skini. Var reist stór tjaldgrind á bæjarhólnum og tjaldað yfir með seglum af Ófeigi og sexæringi. Þetta var allstórt tjald og rúmgott. Langborði var slegið upp í tjaldinu ásamt bekkjum með fram hliðum þess og innri gafli. Mjór gangur var hafður með fram tjaldveggjum fyrir frammistöðustúlkur að ganga um með veiting-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.