Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 110

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 110
108 fermingu. Námsgreinarnar voru: lestur, skrift, reikningur, krist- infræði (Helgakver), Íslandssaga, mannkynssaga, landafræði, náttúrufræði og lítils háttar í dönsku. Kverið urðum við að læra svo vel að við gætum þulið það utanbókar spjaldanna á milli ásamt öllum ritningargreinum. Flest er nú gleymt af þessum Helgakversfræðum, þó rámar mig eitthvað enn í nokkrar setn- ingar 12. kapítulans enda hygg ég að fátt hafi fremur hrundið mér frá „hinni einu réttu trú“ en þær kennimannlegu full- yrðingar og kenningar sem þar eru á blöð þrykktar svo að ég tel mig hafa verið orðinn næstum hundheiðinn er ég fermdist árið 1912. Allar altarisgöngur hefi ég verið laus við til þessa enda haft ógeð á slíkri kaupmennsku á sálarfriði. Ég hefi nú nokkuð rætt um bóklega uppfræðslu okkar krakk- anna, um skólagöngu var ekki að ræða þar sem skólinn var eng- inn sem fyrr segir. Eina skólavist mín um dagana var eins og hálfs vetrar nám í Stýrimannaskóla Íslands en í hann komst ég haustið 1920 og lauk farmannaprófi vorið 1922 með ágætiseinkunn, 105 stig af 112 mögulegum. Fyrstu orgelin, sem fluttust í hreppinn, munu hafa komið að Dröngum og í Ófeigsfjörð á árunum 1909–1911 en þá hafði Pétur bróðir okkar numið orgelleik hjá Sigurgeiri Ásgeirssyni, móður- bróður okkar. Upp úr því mun svo hafa verið keypt orgel fyrir kirkjuna í Árnesi og um svipað leyti mun Guðmundur Þ. kennari hafa eignast orgel og var hann um mörg ár organisti kirkjunnar. Fleirum en þessum fjórum orgelum man ég ekki eftir í hreppnum á unglingsárum mínum. Á vetrarkvöldum var oft lesið upphátt fyrir fólkið í baðstofunni einhvern tíma kvöldsins. Ég man hvað við hlustuðum af miklum áhuga þegar lesnar voru sögur Jóns Trausta, Sögur herlæknisins og sumar sögur úr Nýjum kvöldvökum. Einnig voru Íslendinga- sögur mikið lesnar og fleiri bækur en bókakostur var nokkur á heimilinu, þar á meðal flestar fornsögurnar. Oft var mikið rætt og stundum deilt um persónur og atvik er fyrir komu í sögunum að loknum lestri hverju sinni og jafnvel oftar bærust sögurnar í tal. Faðir okkar var fastur áskrifandi að nokkrum vikublöðum. Einkum voru það blöð Sjálfstæðisflokksins er þá var sem hann keypti en hann var eindreginn sjálfstæðismaður á þeirrar tíðar vísu. Af stjórnmálablöðum og -mönnum mat hann mest Þjóðvilj-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.