Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 110
108
fermingu. Námsgreinarnar voru: lestur, skrift, reikningur, krist-
infræði (Helgakver), Íslandssaga, mannkynssaga, landafræði,
náttúrufræði og lítils háttar í dönsku. Kverið urðum við að læra
svo vel að við gætum þulið það utanbókar spjaldanna á milli
ásamt öllum ritningargreinum. Flest er nú gleymt af þessum
Helgakversfræðum, þó rámar mig eitthvað enn í nokkrar setn-
ingar 12. kapítulans enda hygg ég að fátt hafi fremur hrundið
mér frá „hinni einu réttu trú“ en þær kennimannlegu full-
yrðingar og kenningar sem þar eru á blöð þrykktar svo að ég tel
mig hafa verið orðinn næstum hundheiðinn er ég fermdist árið
1912. Allar altarisgöngur hefi ég verið laus við til þessa enda haft
ógeð á slíkri kaupmennsku á sálarfriði.
Ég hefi nú nokkuð rætt um bóklega uppfræðslu okkar krakk-
anna, um skólagöngu var ekki að ræða þar sem skólinn var eng-
inn sem fyrr segir. Eina skólavist mín um dagana var eins og hálfs
vetrar nám í Stýrimannaskóla Íslands en í hann komst ég haustið
1920 og lauk farmannaprófi vorið 1922 með ágætiseinkunn, 105
stig af 112 mögulegum.
Fyrstu orgelin, sem fluttust í hreppinn, munu hafa komið að
Dröngum og í Ófeigsfjörð á árunum 1909–1911 en þá hafði Pétur
bróðir okkar numið orgelleik hjá Sigurgeiri Ásgeirssyni, móður-
bróður okkar. Upp úr því mun svo hafa verið keypt orgel fyrir
kirkjuna í Árnesi og um svipað leyti mun Guðmundur Þ. kennari
hafa eignast orgel og var hann um mörg ár organisti kirkjunnar.
Fleirum en þessum fjórum orgelum man ég ekki eftir í hreppnum
á unglingsárum mínum.
Á vetrarkvöldum var oft lesið upphátt fyrir fólkið í baðstofunni
einhvern tíma kvöldsins. Ég man hvað við hlustuðum af miklum
áhuga þegar lesnar voru sögur Jóns Trausta, Sögur herlæknisins
og sumar sögur úr Nýjum kvöldvökum. Einnig voru Íslendinga-
sögur mikið lesnar og fleiri bækur en bókakostur var nokkur á
heimilinu, þar á meðal flestar fornsögurnar. Oft var mikið rætt og
stundum deilt um persónur og atvik er fyrir komu í sögunum að
loknum lestri hverju sinni og jafnvel oftar bærust sögurnar í tal.
Faðir okkar var fastur áskrifandi að nokkrum vikublöðum.
Einkum voru það blöð Sjálfstæðisflokksins er þá var sem hann
keypti en hann var eindreginn sjálfstæðismaður á þeirrar tíðar
vísu. Af stjórnmálablöðum og -mönnum mat hann mest Þjóðvilj-