Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 112
110
andi við þessar kosningar var þá ný stjarna á stjórnmálahimnin-
um, Ari Jónsson frá Hjöllum í Þorskafirði er síðar tók sér ættar-
nafnið Arnalds. Óþarft er mér að kynna þessa menn frekar svo
kunnir voru þeir og eru þjóðinni en Ari var fjölmörg ár sýslu-
maður, fyrst Húnvetninga og seinna Norðmýlinga og bæjarfógeti
á Seyðisfirði. Það sem mér er minnisstæðast við þessar kosningar
er hvað mikið var um þær talað, framkomu og viðbrögð fram-
bjóðenda í þessu eða hinu tilfellinu og ræður þeirra á framboðs-
fundum. Flestum mun hafa fundist meira til um hæverska fram-
komu og málflutning Ara en Guðjóns enda mun Ari hafa unnið
sér traust og fylgi fjölmargra með yfirlætislausri og alþýðlegri
framkomu sinni í kosningaleiðangri sínum um sýsluna nokkru
fyrir kosningarnar. Guðjón var aftur á móti talinn nokkuð bráð-
lyndur og ekki ætíð sem aðgengilegastur hverjum sem væri ef
skapið var ekki í lagi þá stundina þótt hann að öðru leyti væri
mikill mannkostamaður. Orð var á því haft að þetta bráðlyndi
hans hefði síst orðið honum til framdráttar á fyrsta fundi þeirra í
Árnesi er Ara hafði tekist að hleypa honum upp heldur óþyrmi-
lega með því að geyma sér að minnast á eina mikilvægustu at-
hugasemd sína við Uppkastið þar til í næstsíðustu ræðu sinni en
sú athugasemd var um þá grein þess er ákvað um jafnan rétt Ís-
lendinga og Dana til fiskveiða í landhelgi beggja þjóðanna. Hafði
Ari, eftir að hafa svarað síðustu ræðu Guðjóns, snúið sér að því í
ræðu þessari að útskýra í ítarlegu máli fyrir fundarmönnum hve
skaðlegt þetta ákvæði mundi verða þjóðinni í framtíðinni en því
kom hann svo seint að þessum lið að þar vissi hann að Guðjóni
mundi erfiðast um vörnina. Hafði Guðjón orðið svo ofsalega
reiður andstæðingi sínum fyrir að hafa ekki komið fyrr að þessu
efni en komið væri að lokum þessa langa fundar fyrst hann teldi
það svo mikilvægt að sagt var að ræða hans hefði að mestu orðið
óbótaskammir um Ara og orðbragðið þannig að jafnvel einlæg-
ustu fylgismönnum hans hefði ofboðið.
Fólk var mjög spennt um úrslit þessara kosninga. Svo var æs-
ingurinn mikill að andstæðingar máttu varla hittast án þess að
fara í hár saman ef á stjórnmál var minnst. Langflestir töldu þó
allt til síðustu stundar að Guðjón mundi sigra en með litlum at-
kvæðamun. Þegar atkvæði voru talin hjá sýslumanninum á Óspaks-
eyri, Marinó Hafstein, var sími ekki kominn lengra norður en til