Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 114

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 114
112 um fyrir lesturinn með handabandi. Ég kíkti oft milli fingranna til að sjá hvort afi væri ekki búinn að bæna sig svo óhætt væri að standa upp og þakka fyrir lesturinn. Okkur krökkunum var einnig kennt að við skyldum signa okkur eða krossa á hverjum morgni er við kæmum í fyrsta sinni út úr bænum og biðja guð að vernda okkur um daginn. Sama skyldi gert er við höfðum nærfataskipti, áður en við færum í nærskyrtuna, svo auðvitað á kvöldin áður en við færum að sofa. Ég held að flestir á heimilinu hafi haldið þessari venju meðan ég þekkti til eða til 1919 að ég fór að heiman. Matarhæfi var þannig að borðað var þrímælt nema um heyanna- tímann þegar litla skatts var neytt strax og komið var á fætur en hann samanstóð vanalega af graut, mjólk og súru slátri, oftast blóðmör og lifrarpylsa, stundum súrsað æðaregg eða selshreifi. Morgunmatur var á ellefta tímanum. Þá voru fleiri tegundir mat- ar fram bornar svo sem rúgbrauð, hveitibrauð, stundum flatkökur ásamt viðbiti (smjör, kæfa, flot), harðfiskur, súrsaður og reyktur matur eftir ástæðum og grautur og mjólk. Miðdegisverður (nón- verður) var kl. 3 síðdegis. Það var aðalmáltíð dagsins. Á sunnu- dögum og miðvikudögum var alltaf soðið saltket til þeirrar mál- tíðar væri ekki um nýtt ket að ræða sem sjaldan var. Var þá oftast saltketssúpa og rúgbrauð eða baunir og rófur með ketinu. Kart- öflur þekktust vart hjá okkur á fyrsta áratug aldarinnar en dálítill rófugarður var ofan við bæinn sem venjulega fengust úr nokkrar tunnur af rófum er árferði var ekki því verra. Aðra daga vikunnar var saltaður fiskur eða selket og rúgbrauð borðað með. Útálát brædd tólg eða flot, oft mörflot, en stundum borðað með saltað selspik, soðið. Eftirmatur var tíðast mjólkurvellingur og kaffi síð- ast. Ávaxtagrautar voru helst ekki nema á hátíða- eða tyllidögum. Kvöldverður var kl. 9 eða þegar inn var komið að lokinni vinnu. Hann var oftast svipaður morgunverðinum, tíðast hafragrautur eða skyrhræringur ásamt heitri flóaðri mjólk, brauð og súrmeti ýmiss konar. Ég hefi nefnt hér nokkrar algengustu matartegundir sem neytt var en auðvitað eru margar ónefndar, t.d. hákarl og hrognkelsi á vorin og fleira. Auk morgunkaffis var kaffi drukkið kl. 12 á hádegi og miðaftanskaffi kl. 6 á kvöldin, þess utan æði oft drukkinn auka- sopi, einkum á kvöldin. Þegar ég man fyrst eftir mér var öllum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.