Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 115

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 115
113 skammtaður matur og borðaði þá hver á sínu rúmi sinn skammt. Var þá grautur eða vökvun jafnan borin hverju og einu í sinni skál er sérhverju okkar var tileinkuð. Þessar skálar tóku 2–3 merkur hver en til voru fjögurra marka skálar, ætlaðar mestu matmönn- um. Ég man að sumt af vinnufólkinu átti hornspæni sem það borðaði vökvunina með en annars voru tinskeiðar notaðar af flestum en til voru silfurskeiðar og hnífapör er notað var á hátíð- um og tyllidögum þegar matast var við borð og er gestir voru sem matur var borinn á borð fyrir. Annars létum við matarílátin oft standa á rúmfjöl sem við lögðum þvert yfir hnén meðan við borð- uðum sitjandi á rúmstokkunum. Rík áhersla var á það lögð að allir gengju vel að mat sínum því að það var talin synd að henda mat en sérhver gat fengið viðbótarskammt er þess óskaði. Mig minnir að þessi matarskömmtun hafi verið lögð niður um 1907– 1908 og þá farið að leggja á borð fyrir alla í eldhúsinu og stofunni. Um svipað leyti eða kannski heldur fyrr held ég að fráfærur hafi verið niður lagðar. Það sem ég man til þeirra er að minnsta kosti flest fremur óglöggt og ekki minnist ég þess að ég hafi einsamall setið hjá kvíám en eitthvað var ég þó að sniglast í hjásetu með eldri systrum mínum. Eitt er mér þó minnisstætt í sambandi við fráfærur en það var þegar ég fékk að fara með á sexæringnum okkar þegar fráfærulömbin voru flutt frá mæðrunum út í svo- nefndar Urðir sem eru milli Munaðarness og Fells og hrútlömbin voru gelt áður en þeim var hleypt í land. Þetta fannst mér svo hryllilegt og finnst það enn þegar ég hugsa til þess. En þetta var nú venjan þá og öðruvísi gátu sauðir ekki orðið til í þá daga. Við vorum ekki há í loftinu krakkarnir þegar farið var að láta okkur hjálpa til við heyskapinn. Ég held mig muna það rétt að ég hafi verið á níunda árinu þegar pabbi útbjó mér orf og ljá og Sigríði systur minni litla hrífu. Lét hann okkur svo fara að heyja í mýrarsundi sem er á milli holta rétt framan við túngarðinn. Átt- um við að fá 25 aura fyrir hvern heypoka sem við kæmum inn á túnið. Þetta var því ákvæðisvinna, borguð eftir afköstum. Hann mun hafa viljað með þessu reyna að koma okkur í skilning um það að það þyrfti að vinna fyrir aurunum. Við máttum reyndar kaupa í búðinni á Norðurfirði smávegis dót fyrir hagalagðana sem við höfðum fundið en það var svo lítið sem fékkst fyrir þá af öllum þeim girnilegu gripum er þar fengust og augu og munnur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.