Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 116

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 116
114 girntust að ekki veitti af að bæta nokkrum aurum þar við ef kostur væri. Við hófum því heyskapinn af miklum áhuga og í nokkra poka reyttum við yfir vikuna þó ekki væru þeir nú margir og ekki stóð á greiðslunni er upp var gert. En eitthvað var talað um að ég hefði verið nokkuð eftirrekstrarsamur við systur mína. Það uxu nefnilega krækiber þarna í holtunum kringum mýrina. En þetta held ég að hafi verið orðum aukið. Þegar hér var sögu komið var víst fyrir löngu hætt að dengja ljái í smiðju, að minnsta kosti sá ég aldrei dengdan ljá heima. Það voru skosku ljáirnir hans Torfa í Ólafsdal sem notaðir voru. Þetta voru tíu og ellefu gata ljáir, eftir aðstæðum, sem almennt voru notaðir en fyrsti ljárinn minn var ekki nema átta gata og þótti nóg. Í byrjun túnsláttar næsta sumar var mér sett fyrir skák í túninu, svona hálf önnur dagslátta, sem ég átti að slá yfir vikuna. Ekki tókst það nú og var ég heldur hnugginn yfir afköstunum á laugar- dagskvöldinu þegar ég varð að hætta en þá hughreysti amma mig, hvíslaði að mér að það væru sjö dagar í vikunni svo allt væri í lagi ef ég gæti klárað þennan blett, sem eftir væri, á mánudaginn. Pabbi kom heim frá Norðurfirði um miðnætti á laugardagskvöldi, gekk um slægjuna mína og fann ekki að neinu, lét mig jafnvel á sér skilja að hann væri sæmilega ánægður með verkið. Tókst mér svo að klára skákina á mánudaginn. Ekki fékk ég sérstakt kaup fyrir þessa vinnu eins og sumarið áður enda var ég nú búinn að eignast kind sem pabbi gaf mér haustið áður og átti nú að njóta afurða hennar framvegis. Var svo um talað að lömb, er hún kynni að eignast, skyldu leggjast inn í reikning minn á Norðurfirði en ullina mætti ég kaupa það fyrir sem ég óskaði mér í það og það sinnið. Eftir þetta gekk ég að heyvinnu með hinu fólkinu þegar ég þurfti ekki að vera í öðrum störfum og veður var ekki því verra. Landbúnaður var ekki stór í sniðum hjá okkur fremur en á öðrum jörðum sveitarinnar. Á árunum 1910–1912 var túnið talið vera 11–12 dagsláttur, að mestu nokkurn veginn slétt yfirferðar með orfi og ljá. Grasspretta í því var mjög misjöfn eftir árferði enda sendið, einkum neðri hluti þess. Var talið að það gæfi yfir- leitt af sér 2–4 kýrfóður eftir sprettu. Varð því tíðast að gefa kún- um meira og minna af engjaheyi með töðunni því kýrnar voru oftast fjórar auk nauts og kvígu. Þegar töðufengur var rýr eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.