Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 118

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 118
116 Hver veit? Svo var það heimferðin með baggalestina. Þá voru erf- iðleikarnir annars eðlis. Þá þurfti að líta vel eftir því að ekki snar- aðist um hrygg eða færi fram af einhverjum hestinum en æði brattar brekkur voru niður úr báðum þessum dölum er áður voru nefndir. Oft þurfti að binda stein við þá sátuna á einhverjum klárnum sem léttari reyndist svo að jafnvægið héldist; og ef fram af ætlaði að fara þurfti að koma fyrir rófustagi en það var tóg- spotti sem brugðið var undir stert klársins og bundinn strekktur um klifberabogann. Allt gat þetta orðið býsna erfitt strákhnokka 8–10 ára en ekki var gaman að koma heim með baggalausan hest og kannski reiðingslausan líka ef fram af hafði farið sem fyrir kom. Tjald höfðum við oftast á engjunum til að matast og drekka í þegar heyjað var svo langt frá bænum að ekki þótti við hæfi að ganga heim til matar. Maturinn var þá sendur að heiman annað- hvort með meðreiðardrengnum ef bindingardagur var eða heimaunglingi en kaffi var tíðast hitað í hlóðum við tjaldið. Þegar heyjað var fremst í Húsárdalnum var jafnan legið við, þ.e. ekki var farið heim að kvöldi heldur sofið í tjaldinu alla vikuna ef fólkið hraktist ekki áður heim vegna illviðris, t.d. snjókomu svo mikillar að ekki væri unnt að sinna heyskap en slíkt gat hent. Þegar legið var við tjald var flestur matur eldaður á engjum, tekinn með ósoð- inn er farið var í viðleguna á mánudagsmorgni. Var þá sérhverjum úthlutaður sinn skammtur af sykri og smjöri til vikunnar, sykrið í litlum trékössum með renniloki en smjörið smurt niður í trékúp- ur (smjörkúpur) með felldu loki. Askar voru nokkrir til á heim- ilinu en að mestu hætt að nota þá til upphaflega ætlaðrar notk- unar, fremur til geymslu matarleifa eða annarra hluta. Fjáreign föður okkar, meðan hann bjó á 7/8 hlutum jarðarinnar, held ég að hafi verið 200–220 fjár á fóðrum, mjög eftir árferði. Í þessu fé munu hafa verið 30–40 sauðir en sauðahald lagt niður um svipað leyti og hætt var að færa frá ánum eða upp úr því. Ég man eftir gráum forustusauði sem pabbi átti. Það hefur víst verið vitur skepna og sennilega oftar en einu sinni bjargað fé frá voða með visku sinni þótt ekki muni ég nú sagnir um það. Svo mikið er víst að pabba þótti mjög vænt um hann og hefur líklega einhvern tímann heitið því að honum skyldi ekki lógað því sjálf- dauður var hann látinn verða eftir að treint hafði verið í honum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.