Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 118
116
Hver veit? Svo var það heimferðin með baggalestina. Þá voru erf-
iðleikarnir annars eðlis. Þá þurfti að líta vel eftir því að ekki snar-
aðist um hrygg eða færi fram af einhverjum hestinum en æði
brattar brekkur voru niður úr báðum þessum dölum er áður voru
nefndir. Oft þurfti að binda stein við þá sátuna á einhverjum
klárnum sem léttari reyndist svo að jafnvægið héldist; og ef fram
af ætlaði að fara þurfti að koma fyrir rófustagi en það var tóg-
spotti sem brugðið var undir stert klársins og bundinn strekktur
um klifberabogann. Allt gat þetta orðið býsna erfitt strákhnokka
8–10 ára en ekki var gaman að koma heim með baggalausan hest
og kannski reiðingslausan líka ef fram af hafði farið sem fyrir
kom.
Tjald höfðum við oftast á engjunum til að matast og drekka í
þegar heyjað var svo langt frá bænum að ekki þótti við hæfi að
ganga heim til matar. Maturinn var þá sendur að heiman annað-
hvort með meðreiðardrengnum ef bindingardagur var eða
heimaunglingi en kaffi var tíðast hitað í hlóðum við tjaldið. Þegar
heyjað var fremst í Húsárdalnum var jafnan legið við, þ.e. ekki var
farið heim að kvöldi heldur sofið í tjaldinu alla vikuna ef fólkið
hraktist ekki áður heim vegna illviðris, t.d. snjókomu svo mikillar
að ekki væri unnt að sinna heyskap en slíkt gat hent. Þegar legið
var við tjald var flestur matur eldaður á engjum, tekinn með ósoð-
inn er farið var í viðleguna á mánudagsmorgni. Var þá sérhverjum
úthlutaður sinn skammtur af sykri og smjöri til vikunnar, sykrið í
litlum trékössum með renniloki en smjörið smurt niður í trékúp-
ur (smjörkúpur) með felldu loki. Askar voru nokkrir til á heim-
ilinu en að mestu hætt að nota þá til upphaflega ætlaðrar notk-
unar, fremur til geymslu matarleifa eða annarra hluta.
Fjáreign föður okkar, meðan hann bjó á 7/8 hlutum jarðarinnar,
held ég að hafi verið 200–220 fjár á fóðrum, mjög eftir árferði. Í
þessu fé munu hafa verið 30–40 sauðir en sauðahald lagt niður
um svipað leyti og hætt var að færa frá ánum eða upp úr því.
Ég man eftir gráum forustusauði sem pabbi átti. Það hefur víst
verið vitur skepna og sennilega oftar en einu sinni bjargað fé frá
voða með visku sinni þótt ekki muni ég nú sagnir um það. Svo
mikið er víst að pabba þótti mjög vænt um hann og hefur líklega
einhvern tímann heitið því að honum skyldi ekki lógað því sjálf-
dauður var hann látinn verða eftir að treint hafði verið í honum