Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 119

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 119
117 lífið í marga daga með spenvolgri mjólk og í túninu var hann lát- inn ganga tvö síðustu sumurin sem hann lifði. Mig minnir að hann hafi verið 18 ára þegar hann lést og var grafinn með húð og hári. Hross voru tíðast 8–9 og 1–2 folöld. Allir voru þessir hestar not- aðir til áburðar og reiðar nema reiðhestur pabba sem hét Fálki, hann var aldrei notaður undir klyfjar. Fálki var mjög skynsamur og kostagripur að mörgu leyti þótt ekki væri hann neitt sérstakt hlaupaljón né frábær gæðingur, skeiðaði þó væri honum til þess haldið. Svo virtist sem hann skynjaði mál manna eða hugsanir því að ekki brást, væri hann látinn sjálfráður þegar úr hlaði var hald- ið, að hann tæki stefnu til réttrar áttar, suðurs, vesturs eða norður, og þegar að krossgötum kom vissi hann ávallt hvaða götu bæri að velja eins og honum hefði verið tilkynnt hvert ferðinni væri heit- ið. Það sögðu eldri systur mínar að eitt sinn, er þær voru að eltast við skjarrar kindur uppi á Sýrárdal sem þær áttu að koma til heimaréttar, hefði Fálki tekið sig út úr hestahópnum er var þar í haga ekki allfjærri, komið brokkandi þeim til hjálpar, hlaupið fyrir óþægustu skjáturnar er höfðu tekið strikið til fjalls og ekki skilið við þær fyrr en þær voru komnar í réttina. Þetta þótti ein- stakt fyrirbæri með hest og sýna að hann skildi vel hvað var að gerast og hvers þurfti með. Annars var oft erfitt að handsama Fálka nema þegar pabbi var við, þá gat hann jafnan gengið að honum grafkyrrum, hefur sennilega talið sig eitthvað skuld- bundnari húsbóndanum en okkur hinum sem sýndum honum þó alltaf fyllstu virðingu eins og til var ætlast að við gerðum. Fálki var 27 ára gamall þegar lífi hans lauk, þá orðinn allellihrumur. Var hann þá leiddur út úr hesthúsinu með þykkt bindi fyrir aug- um því að byssuna mátti hann ekki sjá, honum hafði alltaf staðið nokkur ógn af því verkfæri. En nú hafði hann fengið síðustu haframáltíðina og var skotinn rétt utan hesthúsdyranna og jarð- aður þar skammt frá. Ég man að ég hamraði saman af eigin hvötum trékross og festi á leiðið. Venjulega voru tveir hundar, tveir kettir og 7–10 hænur auk hana á heimilinu. Þegar tík eða læða gaut var venja að lofa móð- urinni að halda einu afkvæminu eftir en hinum var drekkt í svo- nefndum Hundavogi en það er djúpur klettavogur fremst í nes- odda er skagar lítið eitt fram í fjörðinn nyrst úr túninu en nesið heitir Túnnes.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.