Strandapósturinn - 01.06.2013, Qupperneq 122

Strandapósturinn - 01.06.2013, Qupperneq 122
120 Það kom í minn hlut nokkra vetur áður en ég fór að heiman að ganga til fjárins á Ströndinni. Ekki ætla ég að lýsa því hve hart ég þurfti að leggja að mér til að fara inn í beitarhúsið og alla leið inn í heytóftina til að ná í heygjöfina. Varð ég þó aldrei var neinna dulvera þarna en myrkfælnin ætlaði alveg að drepa mig. Einkum varð mér þetta erfitt fyrsta veturinn sem ég gegndi þessu embætti. Þá var það byssan sem var mitt aðaltraust enda var hún ávallt með í ferðinni því hvort tveggja var að hún hjálpaði gegn myrkfæln- inni og svo lá ég gjarnan úti fyrir tófum í þessum ferðum mínum og gat jafnvel rekist á þær á leiðunum ef heppni var með. Aldrei varð ég þó svo langt leiddur af myrkfælninni að ég setti silfur- hnapp í byssuna en samkvæmt þjóðtrúnni átti slíkur hnappur að vera það eina er gæti grandað draugi. Upp úr 1911 man ég eftir fimm bátum í Ófeigsfirði auk Ófeigs. Einum sexæringi, þremur þriggjamannaförum og einu tveggja- manna sem kallað var Horn. Það þurfti mikið að nota báta þarna þar eð allir til og frá flutningar urðu að fara fram á sjó. Við vorum því ekki gömul systkinin er við höfðum lært áralagið því að oft þurfti að skjögta eitthvað á sjónum bæði við að flytja heim reka- viðinn og á vorin við hirðingu varpsins, selveiðarnar og fleira en við vorum látin hjálpa til við alla vinnu strax og við höfðum þroska til þess. Heppinn, en svo hét sexæringurinn, var mest notaður til viðarflutninga heim af rekanum, einkum er lengst þurfti að sækja viðinn en það gat verið allt að 5 sjómílum ef viðurinn var sóttur norður í Eyvindarfjörð. Einnig var hann notaður til ýmissa ann- arra meiri háttar flutninga og einu sinni man ég að farið var á honum í hákarlalegu. Var það skömmu fyrir jól, líklega um 1908. Var Pétur, bróðir minn, þá formaður. Mun það hafa verið fyrsta hákarlaformennska hans en síðar var hann margar vertíðir sér- lega heppinn hákarlaformaður á vélskútum. Honum brást heldur ekki veiðin í þetta skipti því hann kom að landi með bátinn full- hlaðinn af lifur. Mjóni hét einn báturinn. Hann var elsta fleytan á heimilinu, líklega smíðaður 1870 og, að ég held, fyrsti báturinn sem pabbi eignaðist. Það mun hafa verið á þessum báti sem pabbi lagði í það, um 17 ára gamall, að sækja matvöru á útmánuðum til Skaga- strandar fyrir heimili fóstru sinnar og nágrannanna en hann var aðalfyrirvinna hennar eftir að Guðmundur, fóstri hans, lést 1868.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.