Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 126
124
Þegar við svo fundum rjúpur, sem okkur virtust spakar, reyndum
við að ganga sinn hvorum megin við þær með vaðinn strengdan á
milli okkar og læða einhverri snörunni um háls fuglsins. Þetta
tókst stundum en aldrei varð nú fengurinn mikill með þessari
veiðiaðferð en okkur fannst þetta spennandi og rjúpurnar urðu
betri söluvara þannig veiddar en skotnar. Gangverð á rjúpum í
versluninni var, að mig minnir, 15–20 aurar fyrir rjúpuna eftir út-
liti vörunnar.
Eftir að ég eignaðist byssuna oftnefndu var svo lengi vel að ég
fór varla af bæ án þess að hafa hana með, skaut alla fugla sem ég
komst í færi við og mér hafði ekki verið harðbannað að skjóta en
það voru allir smáfuglar minni en teistukofur svo og æðarfugl og
svanir. Auðvitað var mér bannað að skjóta friðaða fugla á friðun-
artímum þeirra en því miður varð nú freistingin stundum bann-
inu sterkari þegar um skrautlega stokk- og straumandarsteggi var
að ræða. Æðarfuglinn var aldrei nein freisting fyrir mig enda al-
gjörlega forboðinn ávöxtur á þessum stað, auk þess var hann svo
spakur að það hefði verið eins og að skjóta hænsnin í hlaðvarp-
anum enda hefði byssuleyfið fljótt verið af mér tekið ef ég hefði
tekið upp á þeim skratta. Sel mátti hvergi skjóta nema hann væri
að flækjast sunnan við línu sem hugsaðist dregin frá bænum og út
fjörðinn um hólma þann á firðinum sem fyrr var getið. Selalagn-
irnar voru nefnilega allar með norðurströnd fjarðarins og ekki
nær bænum en 30–40 mínútna gang norður með ströndinni svo
og í útskerjum, svonefndum Ófeigsfjarðarskerjum, en fjögur að-
alskerin heita: Flatasker, Hnúfasker, Austurklakkar og Brimils-
klakkar. Auk þessara eru tvö minni sker nefnd, Birnisflaga norðan
Flataskers og Valgerðarflaga sunnan sama skers. Sker þessi liggja
um 1,5 til 2,8 sjómílur í norðaustur frá Hrúteyjarnesi en heiman
frá bænum eru um 4,5 til 5,5 sjómílur út í skerin.
Fyrsta veturinn eftir að ég eignaðist byssuna fór ég að liggja úti
fyrir tófum. Ekki tókst mér þó þann vetur að ná nema einni enda
þá lítið um þær hjá okkur. Þetta bar svo til að ég og frændi minn
frá Finnbogastöðum, Guðmundur Þ. Guðmundsson, síðar skóla-
stjóri, sem þá var staddur hjá okkur í kynnisferð, tókum okkur til
og brugðum okkur í heimsóknarferð til frændfólks okkar á
Dröngum. Þetta var á útmánuðum, líklega seint í mars. Við fórum
fyrrihluta dags að heiman, þáðum góðgerðir í Drangavík og héld-