Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 126

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 126
124 Þegar við svo fundum rjúpur, sem okkur virtust spakar, reyndum við að ganga sinn hvorum megin við þær með vaðinn strengdan á milli okkar og læða einhverri snörunni um háls fuglsins. Þetta tókst stundum en aldrei varð nú fengurinn mikill með þessari veiðiaðferð en okkur fannst þetta spennandi og rjúpurnar urðu betri söluvara þannig veiddar en skotnar. Gangverð á rjúpum í versluninni var, að mig minnir, 15–20 aurar fyrir rjúpuna eftir út- liti vörunnar. Eftir að ég eignaðist byssuna oftnefndu var svo lengi vel að ég fór varla af bæ án þess að hafa hana með, skaut alla fugla sem ég komst í færi við og mér hafði ekki verið harðbannað að skjóta en það voru allir smáfuglar minni en teistukofur svo og æðarfugl og svanir. Auðvitað var mér bannað að skjóta friðaða fugla á friðun- artímum þeirra en því miður varð nú freistingin stundum bann- inu sterkari þegar um skrautlega stokk- og straumandarsteggi var að ræða. Æðarfuglinn var aldrei nein freisting fyrir mig enda al- gjörlega forboðinn ávöxtur á þessum stað, auk þess var hann svo spakur að það hefði verið eins og að skjóta hænsnin í hlaðvarp- anum enda hefði byssuleyfið fljótt verið af mér tekið ef ég hefði tekið upp á þeim skratta. Sel mátti hvergi skjóta nema hann væri að flækjast sunnan við línu sem hugsaðist dregin frá bænum og út fjörðinn um hólma þann á firðinum sem fyrr var getið. Selalagn- irnar voru nefnilega allar með norðurströnd fjarðarins og ekki nær bænum en 30–40 mínútna gang norður með ströndinni svo og í útskerjum, svonefndum Ófeigsfjarðarskerjum, en fjögur að- alskerin heita: Flatasker, Hnúfasker, Austurklakkar og Brimils- klakkar. Auk þessara eru tvö minni sker nefnd, Birnisflaga norðan Flataskers og Valgerðarflaga sunnan sama skers. Sker þessi liggja um 1,5 til 2,8 sjómílur í norðaustur frá Hrúteyjarnesi en heiman frá bænum eru um 4,5 til 5,5 sjómílur út í skerin. Fyrsta veturinn eftir að ég eignaðist byssuna fór ég að liggja úti fyrir tófum. Ekki tókst mér þó þann vetur að ná nema einni enda þá lítið um þær hjá okkur. Þetta bar svo til að ég og frændi minn frá Finnbogastöðum, Guðmundur Þ. Guðmundsson, síðar skóla- stjóri, sem þá var staddur hjá okkur í kynnisferð, tókum okkur til og brugðum okkur í heimsóknarferð til frændfólks okkar á Dröngum. Þetta var á útmánuðum, líklega seint í mars. Við fórum fyrrihluta dags að heiman, þáðum góðgerðir í Drangavík og héld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.